Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Mynd / smh
Fréttir 12. september 2025

Ekki náð að standa í skilum við bændur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vegna viðvarandi rekstrarvanda hjá Ístex síðustu 12 mánuði hefur ekki tekist að gera upp við sauðfjárbændur fyrir ullarinnlegg á þessu ári.

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir að sala á þessu tímabili hafi minnkað um rúmar 400 milljónir miðað við sama tímabil árið áður. „Þessi mikli samdráttur veldur því að við eigum í vanda með að standa í skilum við okkar lánardrottna, þar með talið bændur.“

Engin lausn varðandi greiðslur til bænda

„Staðan er áfram snúin og flókin. Áfram verður gripið til margvíslegra ráðstafana í hagræðingarskyni. Það er því miður þannig að ekki hefur enn fundist lausn á því hvernig við getum staðið við greiðslur til bænda,“ útskýrir Sigurður.

„Samdráttur hefur að mestu verið í sölu á handprjónabandi erlendis, aðallega til Þýskalands og Bandaríkjanna. Brugðist hefur verið við þessum rekstrarvanda með samdráttaraðgerðum í rekstri Ístex. Þrátt fyrir það er fyrirtækið í vanda með að standa í skilum við lánardrottna, þar með talið bændur,“ segir hann enn fremur.

Markaðsaðstæður í september oft verið betri

Fyrst fór sala á handprjónabandi að minnka í Þýskalandi og síðar í Bandaríkjunum. „Nú er að hefjast nýtt sölutímabil, en markaðsaðstæður fyrir sölu á ullarbandi hafa oft verið betri, bæði fyrir okkur og okkar samkeppnisaðila. Dreifing í Þýskalandi hefur verið styrkt, en að sama skapi þá hefur áhyggjuhljóð frá viðskiptavinum á Norðurlöndum aukist frá því í vor.

Allra leiða er leitað til að auka sölu og finna lausnir fyrir bæði lánardrottna og viðskiptavini,“ segir Sigurður.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...