Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Mynd / smh
Fréttir 12. september 2025

Ekki náð að standa í skilum við bændur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vegna viðvarandi rekstrarvanda hjá Ístex síðustu 12 mánuði hefur ekki tekist að gera upp við sauðfjárbændur fyrir ullarinnlegg á þessu ári.

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir að sala á þessu tímabili hafi minnkað um rúmar 400 milljónir miðað við sama tímabil árið áður. „Þessi mikli samdráttur veldur því að við eigum í vanda með að standa í skilum við okkar lánardrottna, þar með talið bændur.“

Engin lausn varðandi greiðslur til bænda

„Staðan er áfram snúin og flókin. Áfram verður gripið til margvíslegra ráðstafana í hagræðingarskyni. Það er því miður þannig að ekki hefur enn fundist lausn á því hvernig við getum staðið við greiðslur til bænda,“ útskýrir Sigurður.

„Samdráttur hefur að mestu verið í sölu á handprjónabandi erlendis, aðallega til Þýskalands og Bandaríkjanna. Brugðist hefur verið við þessum rekstrarvanda með samdráttaraðgerðum í rekstri Ístex. Þrátt fyrir það er fyrirtækið í vanda með að standa í skilum við lánardrottna, þar með talið bændur,“ segir hann enn fremur.

Markaðsaðstæður í september oft verið betri

Fyrst fór sala á handprjónabandi að minnka í Þýskalandi og síðar í Bandaríkjunum. „Nú er að hefjast nýtt sölutímabil, en markaðsaðstæður fyrir sölu á ullarbandi hafa oft verið betri, bæði fyrir okkur og okkar samkeppnisaðila. Dreifing í Þýskalandi hefur verið styrkt, en að sama skapi þá hefur áhyggjuhljóð frá viðskiptavinum á Norðurlöndum aukist frá því í vor.

Allra leiða er leitað til að auka sölu og finna lausnir fyrir bæði lánardrottna og viðskiptavini,“ segir Sigurður.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.