Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Fréttir 30. ágúst 2021

Eiturefni af völdum sveppa nánast óþekkt í íslenskum höfrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í verkefninu Mannakorn, þar sem könnuð var uppskera á mismunandi yrkjum hafra, voru einnig gerðar mælingar á sveppaeiturefnum í höfrum úr tilraunum Jarðræktar­miðstöðvar­innar á Hvanneyri við Land­búnaðar­háskóla Íslands.

Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við LbhÍ á Hvanneyri, segir að ásamt uppskerumælingum hafi aðrir gæðaþættir verið metnir í verkefninu, meðal annars efnagreiningar og mælingar á sveppaeiturefnum framkvæmdum af MATÍS, sem eru alltaf mæld í ræktunum erlendis.

Mýkótoxín

„Sveppaeiturefni, öðru nafni mýkó­toxín, getur myndast í sumum myglu­sveppum í náttúr­unni eða fóðurgeymslum þegar umhverfis­aðstæður, einkum raki og hiti, eru fullnægjandi. Sveppaeiturefni eru aðskotaefni sem geta skaðað heilsu búfjár og fólks. Sum sveppaeiturefni eru mjög öflug eiturefni,“ segir Hrannar.

Mælingar voru gerðar á ellefu sveppaeiturefnum í sex sýnum og var aðeins eitt efnið í nægu magni til að það væri mælanlegt en það var langt undir hámarksgildi í reglugerð. Hrannar segir mjög athyglisverðar niðurstöður að tíu sveppaeiturefni hafi ekki verið mælanleg í sex hafrasýnum með nokkrum fjölda myglusveppa og einnig vegna þess að tími leið fram að þurrkun við lágan hita.

Hafra sáð til þroska

Hrannar segir að nokkrum mis­munandi hafrayrkjum hafi verið sáð til þroska í þremur tilraunum árið 2020. Uppskorið var um haustið og sýni tekin til frekari greininga.

„Niðurstöður úr uppskeru­mælingum og tengdum mældum eigin­leikum sýndu að talsverður breytileiki er á milli yrkja og í kjölfarið var flutt inn nýtt hafrayrki til ræktunar á Íslandi vorið 2021, það var finnska yrkið Perttu.

Vorið 2021 voru tilraunirnar endurteknar og stefnt er að skurði seinna í haust.

Tilraunirnar voru lagðar út á Hvanneyri og í Meðallandi. Ásamt því eru gerðar prófanir með hafra í Skagafirði en veðurblíðan sem leikið hefur um Norðlendinga í sumar hefur gert það að verkum að hafrarnir líta mjög vel út í Skagafirði og verða tilbúnir til þreskingar mikið fyrr en fyrir vestan á Hvanneyri. Áfram verður fylgst með sveppaeiturefnum í korni.“

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...