Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eitrað fyrir 62 fílum
Fréttir 12. nóvember 2015

Eitrað fyrir 62 fílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega fundust hræ af 22 fílum í þjóðgarði í Simbabve sem veiðiþjófar höfðu drepið með því að eitra mat sem er egnt fyrir þá með blásýru. Tala dauðra fíla í þjóðgarðinum sem vitað er að hafa verið drepnir með þessari aðferð er komin í 62.

Fílabein eru gríðarlega eftirsótt víða um heim og því freistandi fyrir veiðiþjófa að drepa fíla og selja beinið. Blásýrunni er sprautað í appelsínur eða aðra ávexti sem eru eftirsóttir af fílum og komið fyrir þannig að þeir geti nálgast þá.

Árið 2013 er vita um 200 fíla sem eitrað var fyrir með blásýru á svipuðum slóðum. Tollayfirvöld í Simbabve gerðu í síðasta mánuði upptæk 173 kíló af fílabeini sem átti að flytja ólöglega úr landi. Verð mæti fílabeinsins á svörtum markaði er sagt vera 5,5 milljónir króna.

Í framhaldi af birtingu fréttar um fíladrápið og tengsl nokkurra háttsettra manna innan lögreglunnar við það hafa þrír blaðamenn í Simbabve verið ákærðir fyrir rógburð og að sverta ímynd landsins út á við. 

Skylt efni: náttúruvernd | fílar | Afríka

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...