Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eitrað fyrir 62 fílum
Fréttir 12. nóvember 2015

Eitrað fyrir 62 fílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega fundust hræ af 22 fílum í þjóðgarði í Simbabve sem veiðiþjófar höfðu drepið með því að eitra mat sem er egnt fyrir þá með blásýru. Tala dauðra fíla í þjóðgarðinum sem vitað er að hafa verið drepnir með þessari aðferð er komin í 62.

Fílabein eru gríðarlega eftirsótt víða um heim og því freistandi fyrir veiðiþjófa að drepa fíla og selja beinið. Blásýrunni er sprautað í appelsínur eða aðra ávexti sem eru eftirsóttir af fílum og komið fyrir þannig að þeir geti nálgast þá.

Árið 2013 er vita um 200 fíla sem eitrað var fyrir með blásýru á svipuðum slóðum. Tollayfirvöld í Simbabve gerðu í síðasta mánuði upptæk 173 kíló af fílabeini sem átti að flytja ólöglega úr landi. Verð mæti fílabeinsins á svörtum markaði er sagt vera 5,5 milljónir króna.

Í framhaldi af birtingu fréttar um fíladrápið og tengsl nokkurra háttsettra manna innan lögreglunnar við það hafa þrír blaðamenn í Simbabve verið ákærðir fyrir rógburð og að sverta ímynd landsins út á við. 

Skylt efni: náttúruvernd | fílar | Afríka

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...