Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórarinn Ingi Pétursson, sauðfjárbóndi og alþingismaður.
Þórarinn Ingi Pétursson, sauðfjárbóndi og alþingismaður.
Mynd / Aðsend
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosningum.

Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarmaður er 10. þingmaður Norðausturkjördæmis og bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi.

Á síðasta þingi sátu fjórir þingmenn sem telja má til bændastéttar með góðum vilja, sem starfandi eða fyrrverandi bændur; Ásmundur Einar Daðason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Hefði viljað fleiri bændur á þing

Spurður um stöðu mála segir Þórarinn Ingi að hann hefði viljað hafa fleiri bændur á þingi og reyndar almennt fleira fólk beint úr atvinnulífinu. Þróunin hafi þó verið í þessa átt á undanförnum árum, að þeim fari fækkandi.

„Þingmennskan er gríðarlega krefjandi starf og hálfgert brjálæði vinnulega séð að standa í þessu saman, en konan mín, Hólmfríður Björnsdóttir, sér alveg um búskapinn á meðan ég er fjarverandi. Börnin okkar eru vaxin úr grasi en koma og hjálpa til á álagstímum, eins og reyndar núna,“ segir Þórarinn, en blaðamaður náði tali af honum á fengitíma sauðfjár seint í desember.

Þórarinn Ingi segist vera með um 500 vetrarfóðraðar kindur og fylgjast spenntur með þróuninni á ræktun á sauðfé með verndandi arfgerðir gegn riðu – og horfir til þess að kaupa hrúta á árinu með þessa erfðabreytileika.

„Það er mjög gleðilegt að fylgjast með hversu hröð þróunin hefur orðið í þessari ræktun og þessum mikla áhuga sem er hjá ungum bændum í dag. Afkoman hefur aðeins skánað hjá sauðfjárbændum en það þarf enn að laga til í þessum málum og það er krafa um að sköpuð séu skilyrði hjá löggjafanum um enn betri kjör, því við eigum að framleiða miklu meira af mat hér á landi,“ segir Þórarinn, sem var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda á árunum 2012 til 2016.

Bændur áður fyrr atkvæðameiri á Alþingi

Áður fyrr voru bændur atkvæðameiri á Alþingi. Tveir sannkallaðir Bændaflokkar hafa verið starfandi á Íslandi. Sá fyrri var stofnaður árið 1912 af nokkrum bændum sem áttu sæti á Alþingi og þegar þing kom saman 1913 var þingflokkurinn formlega stofnsettur með aðkomu þriggja þingmanna úr Sambandsflokknum. Alls sátu 16 þingmenn á Alþingi fyrir eldri Bændaflokkinn.

Fyrir landskjörið 1916 klofnaði flokkurinn og klofningsframboðið Óháðir bændur varð til. Bændaflokkurinn fyrri rann svo inn í Framsóknarflokkinn við stofnun hans árið 1916. Seinni Bændaflokkurinn var stofnaður í desember 1933, eftir klofning úr Framsóknarflokknum. Hann var lagður niður á árinu 1942 eftir að hafa náð 6,5 prósenta fylgi í alþingiskosningunum 1934 og fengið þrjá þingmenn kjörna en sex prósenta fylgi árið 1937 og tvo menn kjörna.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.