Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Mynd / Eimverk
Fréttir 9. nóvember 2020

Eimverk sækir um vernd fyrir „Íslenskt viskí“

Höfundur: smh

Brugghúsið Eimverk hefur sótt um að afurðarheitið „Íslenskt viskí“ verði skráð sem verndað afurðarheiti á Íslandi á grundvelli uppruna. Umsóknin barst Matvælastofnun 16. september síðastliðinn og er þar í vinnslu.

Þetta er þriðja umsóknin sem Matvælastofnun hefur borist um vernd á afurðaheiti, en áður hefur stofnunin samþykkt umsóknir um vernd fyrir „Íslenskt lambakjöt“ og „Íslensk lopapeysa“. 

Eimverk framleiðir viskíið Flóki í nokkrum útgáfum. Það er bruggað að öllu leyti úr íslensku byggi og íslensku lindarvatni.

Umsóknin í matsferli

Einars Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að samkvæmt lögum um vernd afurðaheita hefst ferlið með því að stofnunin fer yfir umsóknina og skal gæta þess að með umsókn fylgi öll gögn, umsókn sé nægilega rökstudd og uppfylli skilyrði laganna.  

„Þessi athugun stendur enn yfir, en ef Matvælastofnun telur skilyrðin uppfyllt er lögbundið að leita umsagnar Hugverkastofu og Samtaka atvinnulífsins um umsóknina.

 Ef skilyrði skráningar teljast uppfyllt mun Matvælastofnun birta síðan opinberlega afurðarheiti og afurðarlýsingu sem óskað er skráningar á. Þetta gerist með auglýsingu á vefsíðu stofnunarinnar.  Jafnframt er gefinn kostur á andmælum. 

Þegar andmælafrestur er liðinn er farið yfir andmælin ef einhver hafa borist.  Síðan mun Matvælastofnun annaðhvort hafna umsókninni eða samþykkja hana. Verði hún samþykkt er ákvörðun um skráningu afurðarheitis birt í Stjórnartíðindum,“ segir Einar um feril málsins.

Hugmyndin er að slík vernduð afurðaheiti fái einnig vernd innan Evrópusambandsins, en dráttur hefur verið á því að innleiða það ákvæði í íslenska löggjöf.

Skylt efni: Eimverk | viskí | íslenskt viskí

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...