Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Mynd / Eimverk
Fréttir 9. nóvember 2020

Eimverk sækir um vernd fyrir „Íslenskt viskí“

Höfundur: smh

Brugghúsið Eimverk hefur sótt um að afurðarheitið „Íslenskt viskí“ verði skráð sem verndað afurðarheiti á Íslandi á grundvelli uppruna. Umsóknin barst Matvælastofnun 16. september síðastliðinn og er þar í vinnslu.

Þetta er þriðja umsóknin sem Matvælastofnun hefur borist um vernd á afurðaheiti, en áður hefur stofnunin samþykkt umsóknir um vernd fyrir „Íslenskt lambakjöt“ og „Íslensk lopapeysa“. 

Eimverk framleiðir viskíið Flóki í nokkrum útgáfum. Það er bruggað að öllu leyti úr íslensku byggi og íslensku lindarvatni.

Umsóknin í matsferli

Einars Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að samkvæmt lögum um vernd afurðaheita hefst ferlið með því að stofnunin fer yfir umsóknina og skal gæta þess að með umsókn fylgi öll gögn, umsókn sé nægilega rökstudd og uppfylli skilyrði laganna.  

„Þessi athugun stendur enn yfir, en ef Matvælastofnun telur skilyrðin uppfyllt er lögbundið að leita umsagnar Hugverkastofu og Samtaka atvinnulífsins um umsóknina.

 Ef skilyrði skráningar teljast uppfyllt mun Matvælastofnun birta síðan opinberlega afurðarheiti og afurðarlýsingu sem óskað er skráningar á. Þetta gerist með auglýsingu á vefsíðu stofnunarinnar.  Jafnframt er gefinn kostur á andmælum. 

Þegar andmælafrestur er liðinn er farið yfir andmælin ef einhver hafa borist.  Síðan mun Matvælastofnun annaðhvort hafna umsókninni eða samþykkja hana. Verði hún samþykkt er ákvörðun um skráningu afurðarheitis birt í Stjórnartíðindum,“ segir Einar um feril málsins.

Hugmyndin er að slík vernduð afurðaheiti fái einnig vernd innan Evrópusambandsins, en dráttur hefur verið á því að innleiða það ákvæði í íslenska löggjöf.

Skylt efni: Eimverk | viskí | íslenskt viskí

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f