Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Mynd / Eimverk
Fréttir 9. nóvember 2020

Eimverk sækir um vernd fyrir „Íslenskt viskí“

Höfundur: smh

Brugghúsið Eimverk hefur sótt um að afurðarheitið „Íslenskt viskí“ verði skráð sem verndað afurðarheiti á Íslandi á grundvelli uppruna. Umsóknin barst Matvælastofnun 16. september síðastliðinn og er þar í vinnslu.

Þetta er þriðja umsóknin sem Matvælastofnun hefur borist um vernd á afurðaheiti, en áður hefur stofnunin samþykkt umsóknir um vernd fyrir „Íslenskt lambakjöt“ og „Íslensk lopapeysa“. 

Eimverk framleiðir viskíið Flóki í nokkrum útgáfum. Það er bruggað að öllu leyti úr íslensku byggi og íslensku lindarvatni.

Umsóknin í matsferli

Einars Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að samkvæmt lögum um vernd afurðaheita hefst ferlið með því að stofnunin fer yfir umsóknina og skal gæta þess að með umsókn fylgi öll gögn, umsókn sé nægilega rökstudd og uppfylli skilyrði laganna.  

„Þessi athugun stendur enn yfir, en ef Matvælastofnun telur skilyrðin uppfyllt er lögbundið að leita umsagnar Hugverkastofu og Samtaka atvinnulífsins um umsóknina.

 Ef skilyrði skráningar teljast uppfyllt mun Matvælastofnun birta síðan opinberlega afurðarheiti og afurðarlýsingu sem óskað er skráningar á. Þetta gerist með auglýsingu á vefsíðu stofnunarinnar.  Jafnframt er gefinn kostur á andmælum. 

Þegar andmælafrestur er liðinn er farið yfir andmælin ef einhver hafa borist.  Síðan mun Matvælastofnun annaðhvort hafna umsókninni eða samþykkja hana. Verði hún samþykkt er ákvörðun um skráningu afurðarheitis birt í Stjórnartíðindum,“ segir Einar um feril málsins.

Hugmyndin er að slík vernduð afurðaheiti fái einnig vernd innan Evrópusambandsins, en dráttur hefur verið á því að innleiða það ákvæði í íslenska löggjöf.

Skylt efni: Eimverk | viskí | íslenskt viskí

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...

Áburðarverð aldrei hækkað meira
Fréttir 13. janúar 2022

Áburðarverð aldrei hækkað meira

Tveir áburðarsalar tilbúins áburðar hafa birt verðskrár sínar. Sláturfélag Suður...

Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri
Fréttir 13. janúar 2022

Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri

Staðfest tilfelli fuglaflensu í haust hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum....

CNH Industrial besta alþjóðlega starfandi fyrirtækið í Austurríki annað árið í röð
Fréttir 13. janúar 2022

CNH Industrial besta alþjóðlega starfandi fyrirtækið í Austurríki annað árið í röð

Leiðandi fyrirtæki í Austurríki hafa valið dráttarvéla­fram­leiðandann CNH Indus...

Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir
Fréttir 13. janúar 2022

Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir

Háskóli Íslands og bandaríska sendiráðið á Íslandi leita að þátttakendum fyrir n...