Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Mynd / TB
Líf og starf 6. október 2016

Eimverk bruggar úr 60 tonnum af íslensku byggi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á sýningunni „Matur og nýsköpun“ sem haldin var í húsnæði Sjávarklasans í Reykjavík á dögunum. Tilgangur sýningarinnar var að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í matvælaframleiðslu hér á landi, allt frá hugmyndum og hönnun yfir í fullbúnar vörur. 
 
Um 30 fyrirtæki mættu og kynntu sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Það var Sjávarklasinn sem stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasann. Af úrvalinu að dæma er mikil gerjun í frumkvöðlastarfsemi tengdri matvælum um þessar mundir. 
 
Egill Gauti Þorkelsson er stoltur af framleiðsluvörum Eimverks sem m.a. notar íslenskt bygg.
 
Fyrirtækið Eimverk hlaut íslenska matarsprotann en það sérhæfir sig í framleiðslu sterkra áfengra drykkja. Eimverk er á mikilli siglingu með þróun á íslensku viskíi en forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um 60 tonn af íslensku byggi séu notuð í framleiðslunni. Að sögn Egils Gauta Þorkelssonar,  bruggmeistara Eimverks, hentar íslenska byggið einkar vel til viskígerðar en kostirnir við það séu meðal annars að það sé bragðsterkt og vaxi hægt. Fyrirtækið er sjálft í kornrækt en kaupir líka beint frá bændum. Egill sagði í samtali við Bændablaðið að á næsta ári hygðist fyrirtækið nota yfir 100 tonn af fullþurrkuðu íslensku byggi til áfengisframleiðslunnar. 
 

20 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...