Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Mynd / TB
Líf og starf 6. október 2016

Eimverk bruggar úr 60 tonnum af íslensku byggi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á sýningunni „Matur og nýsköpun“ sem haldin var í húsnæði Sjávarklasans í Reykjavík á dögunum. Tilgangur sýningarinnar var að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í matvælaframleiðslu hér á landi, allt frá hugmyndum og hönnun yfir í fullbúnar vörur. 
 
Um 30 fyrirtæki mættu og kynntu sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Það var Sjávarklasinn sem stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasann. Af úrvalinu að dæma er mikil gerjun í frumkvöðlastarfsemi tengdri matvælum um þessar mundir. 
 
Egill Gauti Þorkelsson er stoltur af framleiðsluvörum Eimverks sem m.a. notar íslenskt bygg.
 
Fyrirtækið Eimverk hlaut íslenska matarsprotann en það sérhæfir sig í framleiðslu sterkra áfengra drykkja. Eimverk er á mikilli siglingu með þróun á íslensku viskíi en forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um 60 tonn af íslensku byggi séu notuð í framleiðslunni. Að sögn Egils Gauta Þorkelssonar,  bruggmeistara Eimverks, hentar íslenska byggið einkar vel til viskígerðar en kostirnir við það séu meðal annars að það sé bragðsterkt og vaxi hægt. Fyrirtækið er sjálft í kornrækt en kaupir líka beint frá bændum. Egill sagði í samtali við Bændablaðið að á næsta ári hygðist fyrirtækið nota yfir 100 tonn af fullþurrkuðu íslensku byggi til áfengisframleiðslunnar. 
 

20 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...