Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ein af dráttarvélum ársins er AgXeed 5.115T2. Þetta er dísilknúinn sjálfkeyrandi beltatraktor sem er þegar kominn í notkun hjá bændum.
Ein af dráttarvélum ársins er AgXeed 5.115T2. Þetta er dísilknúinn sjálfkeyrandi beltatraktor sem er þegar kominn í notkun hjá bændum.
Mynd / AgXeed
Utan úr heimi 15. janúar 2025

Dráttarvélar ársins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Landbúnaðarblaðamenn hafa valið dráttarvélar ársins 2025 í sex flokkum.

Á hverju ári veitir nefnd blaðamanna frá 25 Evrópulöndum verðlaun fyrir dráttarvélar ársins. Að baki verðlaununum standa landbúnaðarblaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um búvélar.

Í flokki öflugustu dráttarvélanna (e. highpower) sigraði Case IH Quadtrac 715. Sá traktor er með 778 hestafla mótor, liðstýrður og á fjórum beltum. Í flokki dráttarvéla í millistærð (e. midpower) fór Fendt 620 Vario DP með sigur af hólmi. Þessi traktor myndi eflaust teljast stór á íslenskan mælikvarða, en vélin í honum skilar 224 hestöflum. Í flokki dráttarvéla til almennra nota (e. utility) var hinn 117 hestafla Steyr 4120 Plus traktor valinn bestur.

Í flokki sérhæfðra traktora (e. specialized) sigraði Antonio Carraro Tony 8900 TRG. Það er lítil dráttarvél sem er meðal annars hugsuð til nota á vínekrum. Í flokki sjálfbærra dráttarvéla (e. sustainable) var Fendt e107 Vario valin best, en hún er rafknúin. Þá var sérstakur flokkur fyrir landbúnaðarþjarka (e. bot) þar sem AgXeed 5.115T2 var veitt viðurkenning. Það er sjálfkeyrandi lítill traktor á beltum sem er hægt að tengja við fjölbreytt úrval landbúnaðartækja án breytinga.

Skylt efni: Dráttarvél

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...