Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Þekkir einhver þennan danska vinnumann sem dvaldi á Íslandi árið 1928?
Þekkir einhver þennan danska vinnumann sem dvaldi á Íslandi árið 1928?
Mynd / Aðsend
Fréttir 2. júlí 2025

Dönsk kona leitar upplýsinga um afa sinn

Höfundur: Sturla Óskarsson

Tina Gynther Jensen leitar að upplýsingum um afa sinn sem dvaldi á Íslandi árið 1928.

Hann hét Martin Gynther Jensen og fæddist á Fjóni í Danmörku árið 1911. Afi hennar ferðaðist til Íslands í eins konar starfsnámi til þess að kynnast íslenskum búskap og læra um íslenska hestinn en slík ferð þótti mjög óvenjuleg á þessum tíma. Því miður skortir Tinu upplýsingar um ferðir afa síns til Íslands og vill gjarnan komast að því á hvaða býli hann starfaði. Tina hefur nú búið á Íslandi í þrjú og hálft ár og finnur til mikillar tengingar við land og þjóð, tengingar sem hún telur að afi sinn hafi deilt með sér. Á meðfylgjandi mynd má sjá Martin að störfum í íslenskri sveit.

Lesendur Bændablaðsins eru hvattir til þess að hafa samband við bbl@bondi.is ef þeir búa yfir frekari upplýsingum um þennan Íslandsvin.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...