Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Bygging vélaskemmu boðin út á Bíldudalsflugvelli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Isavia Innanlandsflugvellir hafa boðið út byggingu á vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal.

„Aðalástæðan fyrir tækja- og sandgeymslu sem þessari á Bíldudals­flugvelli er að rekstrar­öryggi vallarins sé aukið,“ segir Sigrún Björk Jakobs­dóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innan­landsflugvalla, í fréttatil­kynn­ingu um málið.

„Við núverandi aðstæður er sand­ur til hálkuvarna á flugbraut sóttur til Bíldudals, eða í sjö kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Það er mikið óhagræði í því þar sem oftast þarf að hálkuverja með mjög stuttum fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa sandinn á staðnum. Þessu til viðbótar verður einnig aðstaða til viðhalds og viðgerða tækja í skemmunni.“

Samkvæmt útboðslýsingu felur verkið í sér að reisa vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. Sökk­ull og plötur verða steyptar, frárennslislagnir lagðar í grunn og skemma reist. Neysluvatn verður lagt að skemmunni frá stofnlögn flugvallarins og ídráttarrör lögð frá brunni við horn bílageymslu að rafmagnsinntaki.

Tilboð vegna verkefnisins verða opnuð þann 14. febrúar næstkomandi kl. 13. Áætluð verklok eru næsta haust, nánar tiltekið þann 30. september.

Skylt efni: Bíldudalur

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...