Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Bygging vélaskemmu boðin út á Bíldudalsflugvelli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Isavia Innanlandsflugvellir hafa boðið út byggingu á vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal.

„Aðalástæðan fyrir tækja- og sandgeymslu sem þessari á Bíldudals­flugvelli er að rekstrar­öryggi vallarins sé aukið,“ segir Sigrún Björk Jakobs­dóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innan­landsflugvalla, í fréttatil­kynn­ingu um málið.

„Við núverandi aðstæður er sand­ur til hálkuvarna á flugbraut sóttur til Bíldudals, eða í sjö kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Það er mikið óhagræði í því þar sem oftast þarf að hálkuverja með mjög stuttum fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa sandinn á staðnum. Þessu til viðbótar verður einnig aðstaða til viðhalds og viðgerða tækja í skemmunni.“

Samkvæmt útboðslýsingu felur verkið í sér að reisa vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. Sökk­ull og plötur verða steyptar, frárennslislagnir lagðar í grunn og skemma reist. Neysluvatn verður lagt að skemmunni frá stofnlögn flugvallarins og ídráttarrör lögð frá brunni við horn bílageymslu að rafmagnsinntaki.

Tilboð vegna verkefnisins verða opnuð þann 14. febrúar næstkomandi kl. 13. Áætluð verklok eru næsta haust, nánar tiltekið þann 30. september.

Skylt efni: Bíldudalur

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...