Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag voru búvörulögin löglega sett vorið 2024, þegar kjötafurðastöðvum voru veittar undanþágur til samvinnu og samruna.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag voru búvörulögin löglega sett vorið 2024, þegar kjötafurðastöðvum voru veittar undanþágur til samvinnu og samruna.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. maí 2025

Búvörulögin voru löglega sett

Höfundur: smh

Hæstiréttur hefur í dag snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að búvörulögin væru ólögleg sem sett voru á síðasta ári og gáfu kjötafurðastöðvum undanþágur til samvinnu og samruna.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að þeirri niðurstöðu 18. nóvember á síðasta ári, að þær breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á vordögum 2024, sem veitti kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum til samvinnu og samruna, stæðust ekki 44. grein stjórnarskrárinnar. Að endanlegt frumvarp hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi áður en það var samþykkt, vegna þess að breytingarnar á milli fyrstu og annarrar umræðu hefðu orðið svo miklar að leggja hefði þurft málið fram að nýju.

Samkeppniseftirlitið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur beint til Hæstaréttar með þeim rökstuðningi dómurinn gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða verulega samfélagslega þýðingu.

Í greinargerð Hæstaréttar vegna dómsins segir í kaflanum um hvort áskilnaði 44. greinar stjórnarskrárinnar hafi verið fullnægt við samþykkt laga, að „Svo sem áður greinir verður að játa Alþingi víðtækt svigrúm til mats á því hvort breytingartillaga við frumvarp, sem fram kemur að lokinni fyrstu umræðu, standi í nægum efnislegum tengslum við það svo að áskilnaði 44. gr. stjórnarskrárinnar um þrjár umræður sé fullnægt. Að því virtu er ekki á það fallist að við meðferð Alþingis á því frumvarpi sem varð að lögum nr. 30/2024 hafi verið farið út fyrir það svigrúm sem þingið nýtur samkvæmt framansögðu til breytinga á frumvarpi þannig að brotið hafi verið gegn þessu stjórnarskrárákvæði.“

Fljótlega eftir að búvörulögin voru samþykkt bárust tíðindi af því að viðræður væru farnar af stað um möguleg kaup Kaupfélags Skagfirðing á Kjarnafæði Norðlenska, sem gengu svo í gegn seint á síðasta ári. Því hefur fram til þessa ríkt um þau viðskipti lagaleg óvissa.

Atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í febrúar til breytinga á búvörulögum þar sem fella átti úr gildi undanþágur framleiðendafélaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Fyrsta umræða fór fram í mars en var vísað þaðan til atvinnuveganefndar þar sem það hefur legið síðan.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...