Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Brugðist við áfellisdómi
Fréttir 27. mars 2025

Brugðist við áfellisdómi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur brugðist við niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar sem birt var 16. nóvember 2023, þar sem áfellisdómur birtist um eftirlit stofnunarinnar með dýravelferð.

Stofnunin hefur gefið út skýrslu þar sem þeim viðbrögðum er lýst lið fyrir lið sem gripið hefur verið til í kjölfar úttektar og ábendinga Ríkisendurskoðunar.

Ekki náð að byggja upp nægilegt traust

Í stjórnsýsluúttektinni kom fram að stofnunin stæði frammi fyrir margvíslegum áskorunum þar sem ekki hafi tekist að byggja upp nægilegt traust sem nauðsynlegt sé hverri eftirlitsstofnun.

Í samantekt skýrslu Matvælastofnunar segir að stofnunin hafi unnið að stefnumótun og öðrum umbótum með það að markmiði að efla stofnunina í að sinna sínu hlutverki, hlúa betur að starfsfólki og efla traust almennings og viðskiptavina á störfum stofnunarinnar.

Ný vinnubrögð við beitingu þvingunarúrræða í dýravelferðarmálum hafi aukið skilvirkni og hraðað úrvinnslu mála. Farið var í sérstakt átaksverkefni með öllum starfsmönnum í frumframleiðslueftirliti og hafi samræming þegar aukist til muna sem og samráð milli umdæma. Aukin áhersla hafi verið lögð á að meta hæfni og getu umráðamanna til að halda dýr sem og getu þeirra til að sinna eigin eftirliti í samræmi við kröfur löggjafar. Brugðist er við ábendingum varðandi dýravelferð eins hratt og vel og unnt er.

Allar ábendingar teknar alvarlega

Þá segir í skýrslu Matvælastofnunar að í lok síðasta árs hafi 92% slíkra ábendinga um dýravelferð annaðhvort verið lokið eða komið í ferli innan stofnunarinnar þar sem allar ábendingar væru teknar alvarlega, rýndar og settar í viðeigandi ferli.

Skýrslu Matvælastofnunar má nálgast í gegnum vef hennar, mast.is

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.