Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu er víða hætta á skorti á kalkúni til jólanna og öðru alifuglakjöti og eggjum eftir áramót.
Vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu er víða hætta á skorti á kalkúni til jólanna og öðru alifuglakjöti og eggjum eftir áramót.
Mynd / usu.edu
Fréttir 30. desember 2022

Breiðist út eins og eldur í sinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bráðsmitandi afbrigði fuglaflensu, H5N1, breiðist hratt út um heiminn og hefur valdið dauða hundruð þúsunda villtra fugla og hundruð milljóna alifugla. Skortur á eggjum og alifuglakjöti er fyrirsjáanlegur um jólin og eftir áramót. Fugla- flensa hefur ekki greinst í alifuglum á Íslandi.

Tilfelli fuglaflensu í alifuglum hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum en á árinu sem senn er á enda. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa þrátt fyrir það gefið út yfirlýsingu þar sem varað er við að tilfellunum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er vetrar.

Um 100 milljón alifuglum lógað

Það sem af er þessu ári hefur rúmlega hundrað milljón alifuglum verið lógað og fargað í heiminum vegna fuglaflensu og þar af tæpleg fjórum milljónum á Bretlandseyjum. Fyrstu vikuna í nóvember síðastliðinn voru sett lög þar sem bændum og öðrum sem stunda alifuglaeldi var gert skylt að halda fuglanna innandyra þar til annað verður tilkynnt. Á sama tíma var slakað á heilbrigðisreglum um sölu á frosnum alifuglaafurðum.

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa einnig látið vinna kort sem er aðgengilegt á netinu og sýnir bú þar sem fuglaflensa hefur komið upp og vaktsvæði kringum þau. Á kortinu er einnig að finna upplýsingar um býli sem eru undir sérstöku eftirliti vegna hættu á að flensan geti borist þangað. Samkvæmt kortinu er fuglaflensa algengust á alifuglabúum um mitt England og á austurströnd þess.

Svipaða sögu er að segja frá meginlandi Evrópu þar sem útbreiðsla fuglaflensu hefur aldrei verið meiri en á þessu ári. Flensan hefur fundist á alifuglabúum í 37 löndum og um 48 milljón fuglum verið lógað í kjölfarið.

Þrátt fyrir að fuglaflensa hafi greinst í villtum fuglum á Íslandi hefur hún ekki greinst í alifuglum hér.

Skortur á kalkúni

Mikil útbreiðsla flensunnar hefur orðið til þess að skortur er á kalkúni á Bretlandseyjum og víða í Evrópu þar sem kalkúnn er hefðbundinn jólamatur margra fjölskyldna. Á sama tíma hefur kalkúnakjöt hækkað talsvert í verði.

Samkvæmt tölum frá Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fuglaflensa komið upp í öllum ríkjum álfunnar og rúmlega 50 milljón alifuglum verið lógað á þessu ári. Auk þess sem tugþúsundir villtra fugla hafa drepist vegna flensunnar.

Aðgerðir í Bandaríkjunum til að halda flensunni niðri hafa leitt til þess að verð á alifuglakjöti, sérstaklega kalkún, og eggjum hefur hækkað um allt að 21%.

Verð á eggjum hefur víða hækkað.

Pelíkanar drepast í Perú

Í nýlegri frétt frá Perú segir að ríflega 13 þúsund fuglar, þar af 5.500 pelíkanar, hafi fundist dauðir við strendur landsins á nokkrum vikum og er dauði þeirra rakinn til fuglaflensu.

Yfirvöld í Ekvador hafa lýst því yfir að þar í landi verði að minnsta kosti 180 þúsund alifuglum lógað á næstunni til að reyna að hefta útbreiðslu flensunnar.

Frá Asíu berast þær fréttir að fuglaflensa hafi undanfarið breiðst hratt út í Japan, Suður-Kóreu og löndum í Suðaustur-Asíu. Tilfellum í Ástralíu hefur einnig verið að fjölga.
868 smit í mönnum

Þrátt fyrir að fuglaflensa sé enn sem komið er ekki talin alvarleg ógnun við heilsu manna hvetur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, til þess að farið verði með gát í kringum smitaða fugla og að þeim verði fargað svo fljótt sem hægt er.

Samkvæmt tölum WHO eru 868 staðfest tilfelli um að smit í fuglum hafi borist í menn frá 2003 þar til 3. nóvember 2022. Af þeim létust 456.

Viðvaranir WHO

Þrátt fyrir að tiltölulega fáir menn hafi látist af völdum fuglaflensu hafa margir vísindamenn áhyggjur af því að vírusinn sem henni veldur geti stökkbreyst og valdið sýkingum í fólki. Sumir segja að um tifandi tímasprengju sé að ræða. Í dag á veiran erfitt með að berast milli manna þar sem hún smitast með snertingu. Stökkbreytist veira þannig að hún geti borist með andrúmslofti aukast líkurnar verulega á að hún berist í menn og stökkbreytist mögulega í þeim í hættulegan stofn sem gæti valdið heimsfaraldri.

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja að afleiðingar þess ef veiran stökkbreytist og verði smitandi með lofti geti afleiðingarnar orðið skelfilegar og að dánartíðin á heimsvísu gæti legið á milli 5 til 150 milljón manns. Fari allt á versta veg og svartsýnustu spár ganga eftir er líklega best að lýsa mögulegu ástandi með fleygri setningu Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta: „You ain't seen nothing yet“. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin telur að hröð útbreiðsla fuglaflensu í heiminum sé afleiðing alþjóðlegra viðskipta, búskaparhátta og fars villtra farfugla milli varps- og vetrarstöðva sinna.

Skylt efni: fuglaflensa

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...