Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Svartárvatn upp af Bárðardal. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.
Svartárvatn upp af Bárðardal. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.
Mynd / sá
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flökuð, smá bleikja er tilvalin til að prófa sig áfram.

Harðfiskur smakkast mörgum vel og á almannavitorði að fiskþurrkun er algeng meðal þjóða. Færri vita kannski að unnt er að gera eigin afbragðsgóða „harðfisk“ heima í eldhúsi. Þetta kom í ljós í samtali við ágætan mann á Austurlandi fyrir allnokkrum árum. Hann fór af og til og grisjaði fjallavatn nokkurt, grunnt bleikjuvatn, með félögum sínum svo það yrði ekki ofsetið og allur fiskur þar með smár. Smábleikjuna sem veiddist flakaði hann svo, lagði í pækil og þurrkaði heima hjá sér eftir kúnstarinnar reglum og varð úr bragðgóður harðfiskur sem hann bar jafnan á sér í poka og bauð þeim að smakka sem á vegi hans urðu, við góðar undirtektir.

Aðferð:
  • Smá og þunn, snyrt fiskflök eru lögð í 6% saltpækil í tæpan hálftíma í ísskáp.
  • Flökum raðað á ofngrindur í einföldu lagi, með bili á milli.
  • Sett í heimilisofninn á 30 °C, blástur, í 24–48 klst. eða uns fiskurinn er orðinn gegnþurr. Gott er að hafa ofurlitla rifu á ofninum.
Saltpækill:
  • Saltpækill fyrir þunn smáflök er búinn til með því að leysa salt upp í vatni (ca 70 g salt í 1 lítra af vatni). Gæta þarf að því að pækillinn umlyki flökin vel og a.m.k. sé rúmlega sama magn af pækli og fiski.
  • Gera má ráð fyrir að eftir því sem flökin eru þykkri þurfi því sterkari saltpækil og sömuleiðis lengri söltunartíma. Saltpækilsupplýsingar finnast á veraldarvefnum.

Geymið heimaþurrkaðan fisk í lokuðum umbúðum í ísskáp uns hans er neytt og geymið ekki of lengi.

Austfirðingurinn sem áður var um getið sagðist líka hafa þurrkað pækilfisk á ofninum heima hjá sér, en heimilisbakarofninn er áreiðanlega hentugri, að ekki sé talað um sérstaka þurrkofna sem fást hérlendis.

Greinarhöfundur brá undir sig betri fætinum eitt árið og pæklaði og þurrkaði grisjunarbleikju úr austfirsku fjallavatni. Þetta var m.a. borið fyrir gesti í hádegisveislu á aðfangadag og vakti hrifningu, jafnt hjá ungum sem eldri matgæðingum. Rifið var úr roðinu uns allt var upp urið.

Skylt efni: harðfiskur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...