Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Fréttir 4. janúar 2018

Bleikar og bláar heyrúllur safna 1,2 milljónum króna

Söfnunarátakið „Bleikar og bláar heyrúllur“ sem bændur, dreifingaraðilar og framleiðandi heyrúlluplasts standa að, skilaði 1,2 milljónum króna til Krabbameinsfélagsins í ár.
 
Á síðasta ári slógu „Bleikar heyrúllur“ í gegn og var ætlað að vekja athygli á árvekni um brjóstakrabbamein. Í sumar bættust bláar heyrúllur við og skreyttu tún bænda víða um land með það að markmiði að minna á árvekni um blöðruhálskrabbamein. 
 
Sænski framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur, lögðu samtals fram andvirði þriggja evra af hverri seldri bleikri eða blárri plastrúllu sem hver dugir á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafið er sexfalt. Afraksturinn rennur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og rannsókna á brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini sem eru algengustu krabbamein kvenna og karla. 
 
Hugmyndin að átakinu er komin frá viðskiptavini Trioplast á Nýja-Sjálandi og í framhaldinu tryggði fyrirtækið að bleiki liturinn stæðist ítrustu kröfur bænda. Nú hafa bleiku heyrúllurnar einnig hafið innreið sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi, auk fleiri landa og vekja alls staðar mikla athygli.
 
Umboðsaðili Trioplast á Íslandi, Plastco hf., hefur umsjón með verkefninu og dreifingaraðilar eru Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Bústólpi, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og KM þjónustan Búðardal.
 
Krabbameinsfélagið þakkar  öllum sem staðið hafa að þessu skemmtilega söfnunarátaki fyrir stuðninginn. Félagið fagnar samstöðu bænda, söluaðila og umboðsaðila í að vekja athygli á árvekni gagnvart algengustu krabbameinum íslenskra karla og kvenna. Krabbameinsfélagið hvetur bændur og almenning áfram til þess að birta myndir á samfélagsmiðlum og merkja þær #bleikrulla eða #blarulla og vekja þannig athygli á verkefninu. Fjölda skemmtilegra mynda má nú þegar sjá á samfélagsmiðlum.
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...