Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Fréttir 4. janúar 2018

Bleikar og bláar heyrúllur safna 1,2 milljónum króna

Söfnunarátakið „Bleikar og bláar heyrúllur“ sem bændur, dreifingaraðilar og framleiðandi heyrúlluplasts standa að, skilaði 1,2 milljónum króna til Krabbameinsfélagsins í ár.
 
Á síðasta ári slógu „Bleikar heyrúllur“ í gegn og var ætlað að vekja athygli á árvekni um brjóstakrabbamein. Í sumar bættust bláar heyrúllur við og skreyttu tún bænda víða um land með það að markmiði að minna á árvekni um blöðruhálskrabbamein. 
 
Sænski framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur, lögðu samtals fram andvirði þriggja evra af hverri seldri bleikri eða blárri plastrúllu sem hver dugir á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafið er sexfalt. Afraksturinn rennur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og rannsókna á brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini sem eru algengustu krabbamein kvenna og karla. 
 
Hugmyndin að átakinu er komin frá viðskiptavini Trioplast á Nýja-Sjálandi og í framhaldinu tryggði fyrirtækið að bleiki liturinn stæðist ítrustu kröfur bænda. Nú hafa bleiku heyrúllurnar einnig hafið innreið sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi, auk fleiri landa og vekja alls staðar mikla athygli.
 
Umboðsaðili Trioplast á Íslandi, Plastco hf., hefur umsjón með verkefninu og dreifingaraðilar eru Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Bústólpi, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og KM þjónustan Búðardal.
 
Krabbameinsfélagið þakkar  öllum sem staðið hafa að þessu skemmtilega söfnunarátaki fyrir stuðninginn. Félagið fagnar samstöðu bænda, söluaðila og umboðsaðila í að vekja athygli á árvekni gagnvart algengustu krabbameinum íslenskra karla og kvenna. Krabbameinsfélagið hvetur bændur og almenning áfram til þess að birta myndir á samfélagsmiðlum og merkja þær #bleikrulla eða #blarulla og vekja þannig athygli á verkefninu. Fjölda skemmtilegra mynda má nú þegar sjá á samfélagsmiðlum.
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.