Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stella Guðmundsdóttir starfrækir ferðaþjónustuna í Heydal ásmt fjölskyldu sinni.
Stella Guðmundsdóttir starfrækir ferðaþjónustuna í Heydal ásmt fjölskyldu sinni.
Mynd / HKr.
Fréttir 10. júlí 2020

Bjartsýn á ferðamennskuna í sumar og gott haust

Höfundur: HKr.
Ferðaþjónustan í Heydal við Ísafjarðardjúp hefur fengið mjög góða dóma meðal ferðamanna sem þangað hafa komið. Sækir fólk þar í náttúrufegurðina við Djúp auk veðursældar og kyrrðarinnar í dalnum. 
 
Heydalur er 6 km langur dalur sem gengur inn úr Mjóafirði og um hann liðast Heydalsá. Dalurinn er innarlega í vestanverðum Mjóafirði fyrir innan brúna sem vígð var í september 2009 og þverar fjörðinn innan við bæinn Látra. Leysti brúin af erfiðan farartálma yfir Eyrarfjall, eða Hestakleif eins og Vestfirðingar nefndu veginn yfirleitt. Ásamt brúargerðinni var þá ráðist í viðamiklar vegabætur á veginum úr Mjóafirði um Vatnsfjörð og Reykjanes og inn í Ísafjörð. Nú í sumar er enn verið að vinna við langþráðar endurbætur á Djúpvegi í Hestfirði og Seyðisfirði. 
 
 
Stella Guðmundsdóttir hefur undanfarin ár verið að byggja upp ferðaþjónustu í Heydal ásamt fjölskyldu sinni. Hún er kennari að mennt og flutti vestur í Djúp úr Kópavogi eftir að hafa lokið þar störfum eftir tvö ár sem skólastjóri í Digranesskóla og síðan átján ár í Hjallaskóla. 
 
Ánægðir ferðamenn í veðursæld og kyrrð 
 
Fyrirtækið á bak við starfsemina heitir Ævintýradalurinn ehf. og engu er logið um það að uppbyggingin í Heydal hafi verið ævintýri líkast. Á Tripadvisor fær Heydalur t.d. mjög góða dóma. Þá fékk staðurinn viðurkenningu frá Icelandic Lamb sem Stella er mjög stolt af. 
 
„Starfsemin gengur þokkalega núna eftir COVID-19 samdráttinn. Það er orðinn nokkuð góður gangur í þessu þó það séu enn eyður inn á milli. Við erum búin að hafa hér mörg virkilega góð kvöld og hótelið fullt af og til. Fólk sem hingað kemur virðist líka vera mjög ánægt. Enda er hér afskaplega mikil veðursæld inni í dalnum,“ segir Stella. 
 
Ævintýrið hófst fyrir um tuttugu árum
 
Munnmælasögur herma að í dalnum hafi búið 12 bændur þegar flest var og einn klerkur. Dalnum hefur hin síðari ár verið skipt á milli tveggja jarða, Galtarhryggjar og Heydals.  
 
Upphafið að ævintýri Stellu má rekja til þess að fjölskyldan keypti jörðina Galtarhrygg með það í huga að rækta þar upp skóg og ala upp fisk í ánni. Var þetta í upphafi aðeins hugsað fyrir fjölskylduna Þá bjó Jóhann Áskelsson bóndi góðu búi á jörðinni Heydal. Jóhann ákvað síðan að bregða búi, seldi kvótann af jörðinni og Stella, Pálmi og synir  hennar keyptu jörðina Heydal árið 2000. Var þá ekki búið að ákveða hvað gert yrði við húsakostinn, annað en að þau hugðust stunda þar grænmetisrækt og  auka við skógræktina. Var fyrst farið í að endurbyggja íbúðarhúsið og síðan byrjað að moka út úr fjósinu árið 2002. Í framhaldinu var síðan byggður þar upp veitingasalur. Síðan var farið í borun eftir heitu vatni og það vatn var m.a. nýtt í upphitun, sundlaug sem gerð var í gömlu útihúsunum og í heita potta þar fyrir utan. 
 
 
Þar er nú gististaður með rúm fyrir 50 gesti og veitingasalur sem tekur 70 til 100 manns í sæti. Auk þessa er ágætt tjaldstæði á túni neðan við bæinn. 
 
Margvísleg afþreying
 
Í Heydal getur fólk komist á hestbak, farið í gönguferðir um svæðið og í siglingar á kajak. Stella segir að opið sé reyndar allt árið. Yfir vetrartímann hefur fram að þessu verið mest um útlendinga sem sækjast eftir kyrrð og að sjá norðurljósin. Þá hefur verið farið í vélsleðaferðir á gönguskíði og snjóþrúgur þegar aðstæður eru góðar. 
 
„Við sækjum fólk þá suður og bjóðum upp á fjögurra daga skipulagða dagskrá og ökum því aftur til baka.“  
 
Rækta grænmeti, suðræn ber og ávexti
 
„Þá erum við með grænmetisræktun og erum að byggja nýtt gróðurhús. Grænmetið er nýtt fyrir staðinn og auk þess selt til annarra. 
 
 
Við hliðina á sundlauginni ræktum við svo suðrænan gróður, kirsuber, epli, vínber, plómur og fleira. Fólk er mjög undrandi að koma á svo afskekktan stað á Vestfjörðum og finna þar ávaxtaræktun eins og þekkist í heitari löndum á suðlægum slóðum. Svo bjóðum við líka upp á glænýjan silung fyrir hótelgesti.“
Stella segist bjartsýn á ferða­mennskuna í sumar og efast ekki um að haustið verði líka gott.
 
Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir