Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kaltjón á túnum bænda er meðal tjóna sem Bjargráðasjóður bætir.
Kaltjón á túnum bænda er meðal tjóna sem Bjargráðasjóður bætir.
Mynd / Bbl
Fréttir 1. mars 2022

Bjargráðasjóður undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands

Höfundur: smh

Frá og með 3. mars næstkomandi mun umsýsla með Bjargráðasjóði færast frá Bændasamtökum Íslands til Náttúruhamfaratrygginga Íslands, samkvæmt samningi við matvælaráðuneytið.

Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands.

Bjargráðasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar beint tjón af völdum náttúruhamfara, meðal annars vegna tjóns á girðingum og vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka og kals.

Fjárhagsaðstoð sjóðsins felst í veitingu styrkja sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í samræmi við fjárhag og stöðu sjóðsins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...