Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna
Mynd / Bbl
Fréttir 27. nóvember 2020

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun bæta 500 milljónum króna við Bjargráðasjóð vegna kal- og girðingatjóna síðasta vetur. 

Það mun þó ekki nægja til að bæta allt tjón frá síðastliðnum vetri, sem var óvenju mikið. Samanlagt tjón er metið á 960 milljónir króna, 800 milljón króna kaltjón og 160 milljón króna girðingatjón, og fyrir í Bjargráðasjóði voru um 200 milljónir króna.

Kristján sagði í svari við fyrirspurn Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins á Alþingi í byrjun október að hann ætlaði að beina því til þingsins við meðferð fjárlaga að öllum óskum um bætur yrði mætt. 

Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands. Bjargráðasjóður starfar sam­kvæmt lög­um nr. 49/2009 og er sjálf­stæð stofn­un í eigu rík­is­ins. Hlut­verk hans er að veita ein­stak­ling­um og fé­lög­um fjár­hagsaðstoð til að bæta meiri­hátt­ar beint tjón af völd­um nátt­úru­ham­fara, meðal ann­ars vegna tjóns á girðing­um og vegna upp­skeru­brests af völd­um óvenju­legra kulda, þurrka og kals.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...