Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bitafiskur seldur til Noregs og stór sölusamningur við Kína
Fréttir 13. júlí 2016

Bitafiskur seldur til Noregs og stór sölusamningur við Kína

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrsta sending af bitafiski frá félaginu Arcticus Sea Product á Hjalteyri fór til Noregs í liðinni viku. Í fyrrasumar sendi félagið bitafisk á markað í Nígeríu en sá markaður lokaðist og beðið er átekta. Nú bíða framleiðendur eftir leyfi frá kínverskum yfirvöldum um að Arcticus megi flytja inn vöru sína inn á þann stóra markað.

Fjöldi möguleika í stöðunni

„Eftir að Nígería lokaðist höfum við unnið hörðum höndum að því að selja inn á aðra markaði og erum með í höndunum stóran sölusamning inn á markað í Kína og eins inn á hluta af Evrópu, þar sem augum er sérstaklega beint að fólki með bakgrunn í Asíu. Það er gríðarlegur áhugi hvarvetna í heiminum eftir vörum sem teljast hollar og ekki þykir verra ef þær koma frá Íslandi.    Nú er fyrsta sendingin farin til Noregs og við bindum miklar vonir við að Norðmenn taki okkar vöru opnum örmum.  Það er fjöldinn allur af möguleikum í stöðunni, en tekur langan tíma að ljúka samningum og flytja út,“ segir Jóhannes Valgeirsson, framkvæmdastjóri Arcticus.

Viðtökur á bitafiski í Nígeríu í fyrrasumar voru góðar, en Jóhannes segir bjartsýnustu menn ekki þora að nefna hvenær mögulegt verði að hefja þangað útflutning að nýju. „Það er ólíklegt að nokkuð gerist á meðan olíuverð og ástandið í landinu er með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir hann. 

Starfsemi Arcticus Sea Product fer fram í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Húsnæðið er um 800 fermetrar að stærð og hentar vel. Góður frystiklefi var í  húsnæðinu og skipti sköpum þegar að staðarvali félagsins kom. Eigendur tóku húsnæðið allt í gegn og komu sér upp rúmgóðum og öflugum þurrkklefa sem gegnir lykilhlutverki í framleiðslu á harðfiski.

Ódýr, góð og holl vara

Hópurinn á bak við fyrirtækið þróuðu nýja og annars konar aðferð við vinnslu á harðfiski en algengast er. Framleiðsluaðferðin gerir að verkum að bitafiskurinn er ódýrari en sambærilegar vörur á markaði og hafa viðtökur verið einkar góðar, að sögn Jóhannesar. „Þetta er ódýr, góð og holl vara og hefur svo sannarlega fallið í kramið hjá neytendum,“ segir Jóhannes, en rúmlega 80% er prótein og á Íslandi er örlitlu salti bætt við, 2,5 g eða svo. „Þannig vilja Íslendingar hafa sinn bitafisk, en aftur á móti vilja íbúar í Afríku sinn fisk saltlausan.“

Töluvert magn er selt innanlands, en harðfiskinn má fá í verslunum víða um land, í Bónus, Samkaupum, KS, N1, Fríhöfninni og víðar og segir Jóhannes sölu í þeirri síðastnefndu mjög góða.

Brekka til að byrja með

„Það gengur ágætlega, áhugi er fyrir hendi og margir möguleikar, en auðvitað er ekkert launungarmál að þetta hefur verið talsverð brekka til að byrja með. Fyrirtækið hefur átt marga góða að sem sýnt hafa verkefninu skilning og þolinmæði.  Við sjáum nú glitta í ljósið í gangaendanum, margt jákvætt er að gerast hjá okkur og við erum staðráðnir í að koma Arcticus á góðan stað með þeirri fínu vöru sem við höfum þróað,“ segir Jóhannes.

Gangi allt eftir samkvæmt áætlunum segir hann að fyrir liggi að byggja annan þurrkklefa í verksmiðjunni til að anna eftirspurn, „og þá fer nú að laumast bros á mannskapinn. Við erum í það minnsta bjartsýnir og horfum jákvæðum augum fram á veginn eftir þunga og erfiða fæðingu, sem tók mun lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir Jóhannes.

Skylt efni: bitafiskur | Hjalteyri

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...