Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Barbora Fialová ásamt Ásgerði Magnúsdóttur, formanni umhverfisnefndar, og Kamil Lewandowski, fulltrúa í umhverfisnefnd Bláskógabyggðar, þegar verðlaunin voru afhent.
Barbora Fialová ásamt Ásgerði Magnúsdóttur, formanni umhverfisnefndar, og Kamil Lewandowski, fulltrúa í umhverfisnefnd Bláskógabyggðar, þegar verðlaunin voru afhent.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Verðlaunin voru afhent í Héraðsskólanum á Laugarvatni 30. nóvember sl. Verðlaunin fær Barbora fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins en hún hefur unnið mikið og flott starf innan veggja Bláskógaskóla á Laugarvatni.

Þar hefur hún unnið ötullega að umhverfismálum, m.a. í gegnum kennslu í útinámi, þar sem nemendur eru í miklum tengslum við náttúruna og umhverfi sitt. Útinámið tengir Barbora einnig við svokallaða dyggðakennslu, sem hún innleiddi í skólakerfið á Laugarvatni. Hún hlýtur einnig þessi verðlaun fyrir störf sín fyrir „Planet Laugarvatn“ en hún hefur til dæmis staðið fyrir sorptínsludegi á Laugarvatni og eflt fólk til útivistar með alls konar viðburðum, líkt og ratleikjum.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f