Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt Kjarnafæði Norðlenska í skjóli undanþáguákvæða gildandi búvörulaga frá samkeppnislögum um heimild kjötafurðastöðva til samruna. Atvinnuvegaráðherra telur að vinna þurfi hratt og vel að því að fella undanþáguákvæðin brott úr búvörulögunum til að forða mögulegu óafturkræfu tjóni fyrir bændur og neytendur.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt Kjarnafæði Norðlenska í skjóli undanþáguákvæða gildandi búvörulaga frá samkeppnislögum um heimild kjötafurðastöðva til samruna. Atvinnuvegaráðherra telur að vinna þurfi hratt og vel að því að fella undanþáguákvæðin brott úr búvörulögunum til að forða mögulegu óafturkræfu tjóni fyrir bændur og neytendur.
Mynd / ál
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt lagafrumvarp sem hún ætli að leggja fram á næsta löggjafarþingi sem miðar að því að tryggja að innlendir frumframleiðendur, það er bændur, hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en gengur og gerist í nágrannalöndum.

Í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, sem lagt var fram 14. nóvember 2023, um framleiðendafélög, var gert ráð fyrir að heimila fyrirtækjum í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum. Tryggja ætti að innlendir framleiðendur hefðu ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað sé samkvæmt löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins.

Í því frumvarpi var gert ráð fyrir að félag gæti talist til framleiðendafélags ef frumframleiðendur réðu að lágmarki yfir 51 prósents atkvæða í félaginu. Einkum var horft til reglna Evrópusambandsins á þessu sviði og með frumvarpinu var stefnt að því að styrkja stöðu frumframleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar.

Frumvarpið tók efnislegum breytingum í þinglegri meðferð áður en það var samþykkt á vordögum 2024 og í endanlegri útgáfu var ekki gerð krafa um eignarhald eða meirihlutastjórn bænda í framleiðendafélögum.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...