Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt Kjarnafæði Norðlenska í skjóli undanþáguákvæða gildandi búvörulaga frá samkeppnislögum um heimild kjötafurðastöðva til samruna. Atvinnuvegaráðherra telur að vinna þurfi hratt og vel að því að fella undanþáguákvæðin brott úr búvörulögunum til að forða mögulegu óafturkræfu tjóni fyrir bændur og neytendur.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt Kjarnafæði Norðlenska í skjóli undanþáguákvæða gildandi búvörulaga frá samkeppnislögum um heimild kjötafurðastöðva til samruna. Atvinnuvegaráðherra telur að vinna þurfi hratt og vel að því að fella undanþáguákvæðin brott úr búvörulögunum til að forða mögulegu óafturkræfu tjóni fyrir bændur og neytendur.
Mynd / ál
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt lagafrumvarp sem hún ætli að leggja fram á næsta löggjafarþingi sem miðar að því að tryggja að innlendir frumframleiðendur, það er bændur, hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en gengur og gerist í nágrannalöndum.

Í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, sem lagt var fram 14. nóvember 2023, um framleiðendafélög, var gert ráð fyrir að heimila fyrirtækjum í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum. Tryggja ætti að innlendir framleiðendur hefðu ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað sé samkvæmt löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins.

Í því frumvarpi var gert ráð fyrir að félag gæti talist til framleiðendafélags ef frumframleiðendur réðu að lágmarki yfir 51 prósents atkvæða í félaginu. Einkum var horft til reglna Evrópusambandsins á þessu sviði og með frumvarpinu var stefnt að því að styrkja stöðu frumframleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar.

Frumvarpið tók efnislegum breytingum í þinglegri meðferð áður en það var samþykkt á vordögum 2024 og í endanlegri útgáfu var ekki gerð krafa um eignarhald eða meirihlutastjórn bænda í framleiðendafélögum.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...