Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ýmsir vilja að skoðaðir verði möguleikar á Íslandi til notkunar lyfjahamps í lækningaskyni.
Ýmsir vilja að skoðaðir verði möguleikar á Íslandi til notkunar lyfjahamps í lækningaskyni.
Mynd / Hayley Zacha
Fréttir 27. júlí 2023

Bændasamtökin styðja frekari athugun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nokkrar umsagnir hafa borist velferðarnefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um ræktun lyfjahamps og notkun kannabisefna í lækningaskyni sem lögð var fram á vorþingi.

Í umsögn Bændasamtaka Íslands kemur fram að samtökin „styðja það meginefni þingsályktunartillögunnar að setja á laggirnar starfshóp til að kanna breytingar á regluverki, sem gera eigi það kleift að hefja rannsóknir á möguleikum til notkunar og hagkvæmni ræktunar slíkra plantna á Íslandi í lækningaskyni“. Í tillögunni fólst að settur yrði á fót starfshópur sem hefði „það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimili fyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfja- hamps til kannabisræktunar og fyrir framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Um verði að ræða fjögurra ára tilraunaverkefni sem hefjist 1. janúar 2024. Heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp þessa efnis fyrir 31. desember 2023.“

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mælir ekki með stofnun slíks starfshóps og vísar m.a. til rannsókna, þróunar og íslenskra lyfjalaga og -reglugerða um framleiðslu lyfja. Þá sé vísindalega sannaður ávinningur af notkun kannabis í læknisfræðilegum tilgangi veikur. Hampfélagið fagnar hins vegar þingsályktunartillögunni en gerir þær breytingatillögur að vinnsla lyfjahamps sé ekki einskorðuð við Cannabis Sativa, sem hafi lágt THC-gildi, því þar með takmarkist þau yrki sem hægt sé að nota í framleiðsluna. Jafnframt segir að áríðandi sé að leyfi til að nota lyfjahamp sé ekki takmarkað við ákveðna sjúkdóma.

Í greinargerð með tillögunni er vísað til fyrirkomulags hjá Dönum en ræktun lyfjahamps þar er háð leyfi dönsku lyfjastofnunarinnar og landbúnaðarstofnunin umsagnaraðili varðandi landbúnaðarhliðina. Ríkis- lögreglan leggi mat á umsækjendur vegna ræktunarleyfa. Á fimmta tug landa hafa lögleitt kannabis til lækninga að hluta eða fullu.

Frestur til að skila umsögnum rann út í maílok en málinu var vísað til velferðarnefndar hálfum mánuði áður. Um er að ræða endurtekna þingsályktunartillögu frá 2022 en svipuð tillaga kom fyrst fyrir þingið 2017.

Skylt efni: Hamprækt | lyfjahampur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...