Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæland kjörinn formaður.

Fyrir aðalfundinn hélt fráfarandi stjórn sinn síðasta fund og fór í stutta heimsókn til kartöfluræktenda, þar sem litið var yfir víðáttumikla garða sem óðum fyllast nú af útsæði.

Þá vakti flokkunarvélin í Hrauki sérstaka athygli. Vélin sér um að stærðarflokka og taka frá kartöflur sem ekki standast gæðakröfur og byggir flokkunin á notkun myndavélartækni.

Á aðalfundinum var Axel Sæland kjörinn nýr formaður Sambandsins og tekur við keflinu af Gunnari Þorgeirssyni sem gengt hefur formannsstarfinu frá 2015. Axel er þriðji ættliðurinn til að gegna formennsku í Sambandi garðyrkjubænda.

Aðrir í stjórn voru kjörnir: Helga Ragna Pálsdóttir, Óskar Kristinsson, Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason. Í varastjórn voru kjörin Óli Björn Finnsson og Ragna Sigurðardóttir.

Á fundinum var samþykkt tillaga um að ganga til samstarfs við Bændasamtök Íslands um sameiginlegan rekstur á daglegri starfsemi og þjónustu við félagsmenn. Þá voru staðfestar nýjar samþykktir fyrir félagið.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...