Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæland kjörinn formaður.

Fyrir aðalfundinn hélt fráfarandi stjórn sinn síðasta fund og fór í stutta heimsókn til kartöfluræktenda, þar sem litið var yfir víðáttumikla garða sem óðum fyllast nú af útsæði.

Þá vakti flokkunarvélin í Hrauki sérstaka athygli. Vélin sér um að stærðarflokka og taka frá kartöflur sem ekki standast gæðakröfur og byggir flokkunin á notkun myndavélartækni.

Á aðalfundinum var Axel Sæland kjörinn nýr formaður Sambandsins og tekur við keflinu af Gunnari Þorgeirssyni sem gengt hefur formannsstarfinu frá 2015. Axel er þriðji ættliðurinn til að gegna formennsku í Sambandi garðyrkjubænda.

Aðrir í stjórn voru kjörnir: Helga Ragna Pálsdóttir, Óskar Kristinsson, Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason. Í varastjórn voru kjörin Óli Björn Finnsson og Ragna Sigurðardóttir.

Á fundinum var samþykkt tillaga um að ganga til samstarfs við Bændasamtök Íslands um sameiginlegan rekstur á daglegri starfsemi og þjónustu við félagsmenn. Þá voru staðfestar nýjar samþykktir fyrir félagið.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.