Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæland kjörinn formaður.

Fyrir aðalfundinn hélt fráfarandi stjórn sinn síðasta fund og fór í stutta heimsókn til kartöfluræktenda, þar sem litið var yfir víðáttumikla garða sem óðum fyllast nú af útsæði.

Þá vakti flokkunarvélin í Hrauki sérstaka athygli. Vélin sér um að stærðarflokka og taka frá kartöflur sem ekki standast gæðakröfur og byggir flokkunin á notkun myndavélartækni.

Á aðalfundinum var Axel Sæland kjörinn nýr formaður Sambandsins og tekur við keflinu af Gunnari Þorgeirssyni sem gengt hefur formannsstarfinu frá 2015. Axel er þriðji ættliðurinn til að gegna formennsku í Sambandi garðyrkjubænda.

Aðrir í stjórn voru kjörnir: Helga Ragna Pálsdóttir, Óskar Kristinsson, Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason. Í varastjórn voru kjörin Óli Björn Finnsson og Ragna Sigurðardóttir.

Á fundinum var samþykkt tillaga um að ganga til samstarfs við Bændasamtök Íslands um sameiginlegan rekstur á daglegri starfsemi og þjónustu við félagsmenn. Þá voru staðfestar nýjar samþykktir fyrir félagið.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...