Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aukin framlög til jöfnunar dreifikostnaðar raforku, þrífösunar og úrbóta á varaafli
Mynd / Bbl
Fréttir 13. október 2020

Aukin framlög til jöfnunar dreifikostnaðar raforku, þrífösunar og úrbóta á varaafli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021, og fjármálaáætlun 2021–2025, koma fram áform ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til jöfnunar dreifikostnaðar raforku, flýtingu á jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis raforku og úrbóta á varaafli. 

Þetta eru allt atriði sem mjög hafa brunnið á fólki víða um land sem oft hefur orðið illa úti á liðnum misserum og árum vegna slitinna raflína og rofs á fjarskiptum. Í kynningu á þessu máli segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra: 

„Þessi þrjú verkefni styðja öll við þá stefnu okkar að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að raforku. Síðasti vetur gerði öllum ljóst að innviðir okkar eru viðkvæmir og aðstaða landsmanna ólík gagnvart bæði orkuöryggi og orkuverði. Því er mikilvægt að stíga afgerandi skref til úrbóta eins og hér er gert.“

Jöfnun dreifikostnaðar

Fram kemur að þessi áform séu í samræmi við stefnu stjórnvalda um jöfnun orkukostnaðar á landsvísu í frumvarpi til fjárlaga 2021, og fjármálaáætlun 2021 til 2025, kveðið á um 730 milljóna króna hækkun á framlagi til jöfnunar á dreifikostnaði raforku á árinu 2021. Er þar annars  vegar um að ræða hækkun á jöfnunargjaldi um 130 milljónir króna vegna verðbólgu og hins vegar 600 milljóna króna framlag úr ríkissjóði.

Vaxandi dreifingarkostnaður eftir upptöku jöfnunargjalds

Frá upptöku jöfnunargjalds árið 2015 hefur dreifingarkostnaður haldið áfram að aukast í dreifbýli umfram kostnað í þéttbýli. Jafnvel þó notendur í dreifbýlinu séu oft mun nær framleiðslustað raforkunnar en notendur í þéttbýlinu. Um þetta segir í útlistun ráðherrans:

„Færri notendur eru í dreifbýli til að standa undir nauðsynlegum fjárfestingum í dreifikerfinu og hefur þróunin leitt til hækkana á gjaldskrám. Þörf fyrir aukið framlag til jöfnunar í dreifbýli hefur því vaxið á síðustu árum. Hins vegar er gert ráð fyrir að ákveðnu hámarki í fjárfestingarþörf í dreifbýli verði náð á næstu fimm árum.

Núverandi hlutfall jöfnunar dreifikostnaðar í dreifbýli, samanborið við þéttbýli, er tæp 50%. Samkvæmt þeim áformum sem kynnt voru í dag er miðað við að þetta hlutfall fari í 85% á næsta ári.“

Jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis flýtt verulega

Í útlistun ráðuneytisins segir að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir að 500 milljónum króna verði varið úr ríkissjóði í að flýta fyrir jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis raforku. Er það í samræmi við tillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum sem kynntar voru fyrr á árinu í kjölfar þess fárviðris sem gekk yfir landið síðasta vetur. 

Samkvæmt fyrri áætlunum á jarðstrengjavæðingu dreifikerfisins að ljúka eftir 15 ár en lagt er til að verkið verði unnið þrefalt hraðar.

Þrífösun innleidd samhliða jarðstrengjavæðingunni

Áætlað er að jarðstrengjavæðingin muni fækka truflunum í dreifikerfinu um 85% og að þær verði að mestu óháðar veðri. Á þessu ári var 100 m.kr. varið úr ríkissjóði í verkefnið og er það þegar hafið. Miðað er við að árið 2022 verði fjárveiting ríkisins 200 m.kr. og 100 m.kr. á ári næstu tvö ár á eftir, eða samtals 500 m.kr.

Úrbætur gerðar á varaafli

Í fjárlagafrumvarpi 2021 og fjármálaáætlun er gert ráð fyrir sérstökum fjármunum í átak á sviði varaafls, en þær tillögur koma einnig úr átakshópi stjórnvalda um uppbyggingu innviða. Um er að ræða 20 m.kr. á ári yfir þriggja ára tímabil sem fari í að auka yfirsýn og eftirlit með varaafli og að hafa tiltæk stjórntæki til að bregðast við skorti á varaafli. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...