Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Greiðslumark í mjólk sem boðið var til sölu 1. september var 1,1 milljón lítrar en óskað var eftir kaupum á 2,2 milljónum lítra.
Greiðslumark í mjólk sem boðið var til sölu 1. september var 1,1 milljón lítrar en óskað var eftir kaupum á 2,2 milljónum lítra.
Mynd / sá
Fréttir 17. september 2025

Ásókn í mjólkurkvótann mun meiri en framboð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tvöfalt meiri eftirspurn er eftir mjólkurkvóta en sem nemur framboði.

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. september. Greiðslumark sem boðið var til sölu var 1,1 milljón lítrar en óskað var eftir kaupum á 2,2 milljónum lítra. Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, eða svokallað jafnvægismagn, voru 1.077.643 lítrar að andvirði 269.410.750 kr.

Fjórtán selja 100%

Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 67 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 16. Í gildi er ákvörðun um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 419 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./l sem er óbreytt verð frá síðasta tilboðsmarkaði í apríl sl.

Fram kemur í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytis að fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði var átta en sölutilboð yfir jafnvægisverði voru tvö. Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra eru 14 talsins og selja 100% af sínu framboðna magni. Kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 59 talsins og fá 52% af eftirspurðu magni í sinn hlut.

Fjórir í forgangspott

Af kauptilboðum eru fjórir sem fá úthlutun úr forgangspotti nýliða og fá þeir kaupendur 66% af eftirspurðu magni í sinn hlut.

Að hámarki getur bú sóst eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði. Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Atvinnuvegaráðuneytið sendir öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gerir breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Skylt efni: mjólkurkvóti

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f