Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Árni Bragason skipaður landgræðslustjóri
Fréttir 29. apríl 2016

Árni Bragason skipaður landgræðslustjóri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára. Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð.

Valnefnd skipuð af ráðherra mat Árna hæfastan meðal umsækjenda til að gegna embætti landgræðslustjóra. Árni lauk doktorsgráðu í jurtaerfðafræði frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn með erfðafræði og lífeðlisfræði sem aukagreinar og B.Sc.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Árni hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri. Áður en Árni tók við stöðu forstjóra Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar starfaði hann hjá verkfræðistofunni Eflu. Þar á undan starfaði hann sem forstöðumaður náttúruverndar- og útvistarsviðs Umhverfisstofnunar, forstjóri Náttúruverndar ríkisins og sem forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá.

Að auki hefur Árni gegnt fjölmörgum nefndar- og trúnaðarstörfum á sviði náttúruverndar- og umhverfismála.

Árni er skipaður í embætti landgræðslustjóra frá 1. maí næst komandi. Hann er kvæntur Önnu Vilborgu Einarsdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...