Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Fundarmenn í vettvangsferð í Hjallaskógi í Neskaupstað. Þar er vaxinn upp hávaxinn og fallegur skógur með fjölbreytta flóru.
Fundarmenn í vettvangsferð í Hjallaskógi í Neskaupstað. Þar er vaxinn upp hávaxinn og fallegur skógur með fjölbreytta flóru.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. september 2024

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hvetur vísindamenn með akademískar kennslustöður við innlenda háskóla til þess að vanda orðræðu sína opinberlega og í fjölmiðlum.

Það kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september. Í ályktuninni segir enn fremur: „Markmið málþingsins var að stuðla að frekari þekkingu íslenskra vísindamanna og þeirra sem starfa í skapandi greinum á sögu Baska á Íslandi og tengja saman íslenskan og baskneskan menningararf.“

Þá hvetur Skógræktarfélagið til þess að rannsóknum á losun kolefnis vegna jarðvinnslu verði forgangsraðað og beindi ályktun þar að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, matvælaráðuneytinu, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landi og skóg. „Fyrir upplýsta umræðu um áhrif jarðvinnslu á kolefnisbúskap vantar frekari rannsóknir á málefninu hér á landi,“ segir í ályktun aðalfundarins.

Ávinningur útivistarskóga og lundir fyrir Grindvíkinga

Fimm aðrar ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum. Skorað er á Land og skóg að hefja rannsóknir til að styðja við gerð raunhæfra reglna um notkun lúpínu og hefja á ný framleiðslu, notkun og sölu á lúpínufræi ásamt tilheyrandi Rizobium smiti. Ríki og sveitarfélög eru hvött til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár. Aðalfundurinn fól stjórn að hefja stefnumörkunarvinnu þar sem hlutverk og markmið Skógræktarfélags Íslands verða brýnd. „Taka verður tillit til breytinga sem eru að verða á þróun skóga og samfélags,“ segir í ályktuninni.

Þá hvetur félagið matvælaráðherra til að hlutast til um að komið verði á sérstöku styrkjakerfi fyrir uppbyggingu, grisjun og umhirðu útivistar- og lýðheilsuskóga. „Með aukinni umhirðu eykst gildi skóganna til útivistar og notkun eykst. Raunverulegur kostnaður við þessa vinnu er margfaldur á við þær fjárhagslegu tekjur sem af skógunum eru og skógræktarfélög hafa ekki bolmagn til að standa undir þeim kostnaði. Ávinningur af þessum skógum er hins vegar alls samfélagsins.“

Þá eru skógræktarfélög á suðvesturhorni landsins hvött til að koma á fót Grindavíkurlundum á sínu svæði.

Skógræktarfélag Neskaupstaðar, Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Skógræktarfélag Eskifjarðar voru sameiginlega gestgjafar aðal- fundar Skógræktarfélags Íslands. Formaður þess er Jónatan Garðarsson frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.

Nýir stjórnarmeðlimir voru kjörnir á fundinum, þau Hrefna Hrólfsdóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, Sverrir Bollason, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Pavle Estrajher, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar, sem voru kjörin í stað Þuríðar Yngvadóttur, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, Jens B. Baldurssonar, Skógræktarfélagi Akraness og Berglindar Ásgeirsdóttur, Skógræktarfélagi Suðurnesja.

Aðrir sem eiga sæti í stjórn eru Aðalsteinn Sigurgeirsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Skóg- ræktarfélagi Bíldudals og Páll Ingþór Kristinsson, Skógræktarfélagi Austur- Húnvetninga.

Elsti skógræktarfélagi Neskaupstaðar

Sex félagar Skógræktarfélags Íslands, úr hópi gestgjafa, voru heiðraðir á aðalfundinum. Kristinn Ólafur Briem, Guðrún Jóhanna Kjartansdóttir og Ásmundur Ásmundsson frá Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar og Auður Bjarna- dóttir, Bjarni Aðalsteinsson, Sigurborg Hákonardóttir og Benedikt Sigurjónsson frá Skógræktarfélagi Neskaupstaðar, en þess má til gamans geta að Auður er elsti félagi Skógræktarfélags Neskaupstaðar, 98 ára að aldri. 

Skylt efni: skógræktarfélög

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...