Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði
Fréttir 22. júní 2015

Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þessa vikuna sitja tæplega 120 jöklafræðingar ráðstefnu Alþjóðlega jöklafræðifélagsins (International glaciological society) á Hornafirði.

Áhersluefnið eru vatna- og eðlisfræði jökla í víðu samhengi. Í jöklum er bundið mikið magn vatns og er ör leysing þeirra vegna loftslagsbreytinga talsvert áhyggjuefni, m. a. vegna þeirra afleiðinga sem munu fylgja. Margar þjóðir nýta það ferskvatn sem jöklarnir geyma. Má búast við að leysing jökla hafi mikil áhrif á hagsæld fólks á þeim svæðum þegar vatnsuppspretturnar minnka eða jafnvel hverfa. Aðrar fyrirsjáanlegar breytingar er aukin flóðahætta, landris og rof. Hér á landi munu minnkandi jöklar meðal annars hafa áhrif á vatnabúskap vatnsaflsvirkjana. Breytingar á hinum stóru ísbreiðum Grænlands og Antarktíku hafa áhrif á höfin, líffræði og loftslag.


Á ráðstefnunni munu fræðimenn miðla þekkingu á helstu þáttum og eiginleikum jökla og þeirri þróun sem hefur orðið á síðustu árum.

Við setningu ráðstefnunnar á Hótel Vatnajökli sunnudaginn 21. júní hélt Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar tölu þar sem hann bauð fólk velkomið til Hornafjarðar.

Skylt efni: Jökull | Hornafjörður

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...