Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði
Fréttir 22. júní 2015

Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þessa vikuna sitja tæplega 120 jöklafræðingar ráðstefnu Alþjóðlega jöklafræðifélagsins (International glaciological society) á Hornafirði.

Áhersluefnið eru vatna- og eðlisfræði jökla í víðu samhengi. Í jöklum er bundið mikið magn vatns og er ör leysing þeirra vegna loftslagsbreytinga talsvert áhyggjuefni, m. a. vegna þeirra afleiðinga sem munu fylgja. Margar þjóðir nýta það ferskvatn sem jöklarnir geyma. Má búast við að leysing jökla hafi mikil áhrif á hagsæld fólks á þeim svæðum þegar vatnsuppspretturnar minnka eða jafnvel hverfa. Aðrar fyrirsjáanlegar breytingar er aukin flóðahætta, landris og rof. Hér á landi munu minnkandi jöklar meðal annars hafa áhrif á vatnabúskap vatnsaflsvirkjana. Breytingar á hinum stóru ísbreiðum Grænlands og Antarktíku hafa áhrif á höfin, líffræði og loftslag.


Á ráðstefnunni munu fræðimenn miðla þekkingu á helstu þáttum og eiginleikum jökla og þeirri þróun sem hefur orðið á síðustu árum.

Við setningu ráðstefnunnar á Hótel Vatnajökli sunnudaginn 21. júní hélt Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar tölu þar sem hann bauð fólk velkomið til Hornafjarðar.

Skylt efni: Jökull | Hornafjörður

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...