Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði
Fréttir 22. júní 2015

Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þessa vikuna sitja tæplega 120 jöklafræðingar ráðstefnu Alþjóðlega jöklafræðifélagsins (International glaciological society) á Hornafirði.

Áhersluefnið eru vatna- og eðlisfræði jökla í víðu samhengi. Í jöklum er bundið mikið magn vatns og er ör leysing þeirra vegna loftslagsbreytinga talsvert áhyggjuefni, m. a. vegna þeirra afleiðinga sem munu fylgja. Margar þjóðir nýta það ferskvatn sem jöklarnir geyma. Má búast við að leysing jökla hafi mikil áhrif á hagsæld fólks á þeim svæðum þegar vatnsuppspretturnar minnka eða jafnvel hverfa. Aðrar fyrirsjáanlegar breytingar er aukin flóðahætta, landris og rof. Hér á landi munu minnkandi jöklar meðal annars hafa áhrif á vatnabúskap vatnsaflsvirkjana. Breytingar á hinum stóru ísbreiðum Grænlands og Antarktíku hafa áhrif á höfin, líffræði og loftslag.


Á ráðstefnunni munu fræðimenn miðla þekkingu á helstu þáttum og eiginleikum jökla og þeirri þróun sem hefur orðið á síðustu árum.

Við setningu ráðstefnunnar á Hótel Vatnajökli sunnudaginn 21. júní hélt Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar tölu þar sem hann bauð fólk velkomið til Hornafjarðar.

Skylt efni: Jökull | Hornafjörður

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...