Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Mynd / HKr.
Fréttir 19. maí 2021

Alls hlutu 59 bændur verðlaun fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls hlutu 59 bændur um land allt verðlaun fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins.

Reglur um verðlaun fyrir mjólk í 1. flokki A eru þær að hámark frumutölu í mánuðinum sé 200 þúsund frumur/ml eða lægra mælt og reiknað sem faldmeðaltal. Einnig að hámark líftölu í mánuði sé 20.000 ein/ml mælt og reiknað sem beint meðaltal mánaðarins. Loks að hámark frírra fitusýra sé 0,9 mmol/l, reiknað sem faldmeðaltal mánaðarins.

Viðurkenningar voru veittar af hálfu Auðhumlu sem er samvinnufélag í eigu um 600 mjólkurframleiðenda um land allt og hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf. með 80% eignarhlut.

Skylt efni: úrvalsmjólk

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...