Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Mynd / HKr.
Fréttir 19. maí 2021

Alls hlutu 59 bændur verðlaun fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls hlutu 59 bændur um land allt verðlaun fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins.

Reglur um verðlaun fyrir mjólk í 1. flokki A eru þær að hámark frumutölu í mánuðinum sé 200 þúsund frumur/ml eða lægra mælt og reiknað sem faldmeðaltal. Einnig að hámark líftölu í mánuði sé 20.000 ein/ml mælt og reiknað sem beint meðaltal mánaðarins. Loks að hámark frírra fitusýra sé 0,9 mmol/l, reiknað sem faldmeðaltal mánaðarins.

Viðurkenningar voru veittar af hálfu Auðhumlu sem er samvinnufélag í eigu um 600 mjólkurframleiðenda um land allt og hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf. með 80% eignarhlut.

Skylt efni: úrvalsmjólk

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...