Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aldingarðurinn í Kristnesi
Á faglegum nótum 4. júní 2015

Aldingarðurinn í Kristnesi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1999 hóf fjölskyldan á Kristnesi við Eyjafjörð að gróðursetja plöntur í reit sem nefndur er Aldingarðurinn í Kristnesi. Markmiðið var að fá gómsæt ber og ávexti en jafnframt að prófa sem flestar tegundir ávaxtatrjáa og berjarunna.

Aldingarðurinn stendur í skjóli fyrir norðanátt, sunnan undir Kristnesskógi í brekku sem hallar móti suðaustri og þar getur orðið hlýtt eins og sunnan undir húsvegg. Helgi Þórsson bóndi segir að vandamálið við garðinn sé að hann sé þurr og jarðvegurinn í honum grunnur og að suðvestanáttin þar geti verið ströng. „Við höfum því komið hinum og þessum tegundum fyrir annars staðar á landareigninni og í heimilisgarðinum til að sjá hvernig þær dafna þar.“

Helgi heldur skýrslu um vöxt trjánna og runnanna í Aldingarðinum og hvernig einstaka tegundir og yrki standa sig. Nýlega birti hann samantekt fyrir árin 2012–2014, lista yfir yrki sem reynd hafa verið og eru til reynslu.

Kal 2012

„Sumarið 2011 var svalt, það skilaði sér í kali sem kom fram vorið 2012 í plómum, eplum og hindberjum. Þetta er líklega mesta kalið sem hefur komið í plönturnar til þessa en það olli svo sem engum stórskaða.

Hindberjayrkið Borgund kól alveg niður í rót en yrki eins og Maurin makea og Gamla Akureyri stóðu sig betur. Uppskera af hindberjum var lítil sem engin árið 2012 og helst að Gamla Akureyri gæfi nokkur góð ber. Blóm epla- og kirsuberjatrjánna voru bæði léleg og vansköpuð þetta sumar. Líklega vegna þess að blómbrumin náðu ekki þroska haustið áður.“

Snjóþungur vetur 2013

Að sögn Helga var veturinn 2013 snjóþungur og tók ekki enda fyrr en í maí og bændur urðu heylausir. „Ég skráði hjá mér 13. júní það sumar að hindberin væru mjög tuskuleg, með fáum sprotum og að þeir væru veiklulegir, kalnir og brotnir eftir vont sumar árið áður og snjóþungan vetur. Uppskeran af jarðarberjum og sólberjum var ágæt og voru þau tínd fram í miðjan september.“  

Mikill jarðarberjavöxtur 2014

Sumarið 2014 var hlýtt og rakt og sérlega mikill vöxtur í hindberjasprotum og öðrum jarðargróðri. Að sögn Helga báru fjölmargar jarðarberjafræplöntur aldin í fyrsta sinn það sumar. „Sumar plönturnar eru spennandi, aðrar ekki, enda gríðarlegur munur á fræplöntum í jarðarberjakynbótum. Flestar skila mjög lítilli uppskeru og of smáum berjum.“

Kynbætir berjaplöntur til að þola köld sumur

Helgi segir að með hverju ári vaxi reynslan hjá honum og myndin skýrist. 

„Mér verður sífellt ljósara hvað gengur vel og hvað ekki. Spurningarnar eru að sjálfsögðu margar og svörin geta verið persónuleg. Jarðarber sem einum finnst ferskt finnst öðrum súrt. 

Hægt er að fara tvær leiðir til þess að fá hina fullkomnu berjaplöntu fyrir Ísland. Gróðursetja útlend yrki sem oft eru góð og láta þar við sitja. Hin leiðin er að taka næsta skref og kynbæta þessi bestu erlendu yrki með það að markmiði að fá  vel aðlöguð staðaryrki. Staðreyndin er sú að þótt berjaplöntur séu kynbættar til að þola kalda vetur erlendis eru þær sjaldnast kynbættar til að þola köld sumur. Og það er staðan hjá okkur. 

Starfið í Aldingarðinum snýst því núna meira og meira um kynbætur þó enn sé leitað að spennandi yrkjum. Fyrsta stýrða víxlunin var gerð árið 2004 auk þess sem sáð hefur verið fræjum góðra fræmæðra úr frjálsum ástum.“
Þriðja rifsið

„Um mitt síðastliðið sumar hringdi Daníel Þorsteinsson í mig og lýsti fyrir mér plöntu sem ég kannast ekkert við en svo heppilega vill til að Samson Harðarson er í heimsókn.

Við skipulögðum snarlega leiðangur og eftir skamman tíma vorum við komnir að Skógartröð í Hrafnagilsþorpi þar sem er mikið af berjarunnum. Þarna voru hélurifs og kyrtilrifs og þriðja rifsið sem við könnuðumst ekki við. Plantan var þakin svarbrúnum kyrtilhærðum berjum og laus við hélu. Það sem meira var, bragð berjanna var einstakt. Í mínum munni var um að ræða einhvers konar sælgætisbragð. 

Skýringin á tilkomu þriðja rifsins sem hefur fengið nafni Hrabba er að Hrafnhildur Vigfúsdóttir garðyrkjufræðingur, sem lengi starfaði í Lystigarðinum á Akureyri, fann plöntu sem líklega er blendingur af kyrtil- og hélurifsi og kom henni til.“

Snemma sumars 2014 barst mér pakki frá Þorsteini Tómassyni plöntuerfðafræðingi sem innihélt nokkur sólberjayrki. Plönturnar set ég niður rækilega merktar í frjósaman grasmóa í skógarskjóli að Kristnesi.“

Skylt efni: Berjarækt | Kristnes | Garðyrkja

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...