Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkir að sameinast Bændasamtökum Íslands
Mynd / smh
Fréttir 9. apríl 2021

Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkir að sameinast Bændasamtökum Íslands

Höfundur: smh

Aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) var haldinn í dag með fjarfundarfyrirkomulagi. Samþykkti fundurinn að sameinast Bændasamtökum Íslands. Var málið samþykkt með 27 atkvæðum gegn einu mótatkvæði. Búnaðarþing 2021 hafði áður samþykkt samhljóða nýtt félagskerfi landbúnaðarins með sameiningu búgreinafélaganna við Bændasamtök Íslands.

Herdís Magna Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður LK, en ekkert mótframboð barst fundinum. Í stjórn LK voru kjörin, auk Herdísar, þau Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu, Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli, Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli og Vaka Sigurðardóttir, Dagverðareyri.

Í tilkynningu á vef LK kemur fram að starfsemi LK muni færast undir Bændasamtök Íslands um mitt þetta ár. „Miklar og málefnalegar umræður voru á fundinum um ýmis útfærsluatriði er varða umgjörð hagsmunagæslu greinarinnar og tengingu við grasrótina. Málið var samþykkt með 27 atkvæðum gegn einu mótatkvæði. Einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

Landssambandi kúabænda verður ekki slitið en starfsemi samtakanna færist undir Bændasamtök Íslands. Sjóðir og eignir LK verða áfram á hendi samtakanna og stjórn LK, sem jafnframt verður stjórn búgreinadeildarinnar, mun hafa umsjón með þeim.

Er markmið sameiningar samtakanna við Bændasamtök Íslands að ná fram aukinni skilvirkni og eflingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað, bæði einstakar búgreinar og í heild. Nýjar samþykktir Bændasamtaka Íslands og þingsköp Búnaðarþings og Búgreinaþings verða lagðar fyrir til samþykktar á Aukabúnaðarþingi 10. júní nk. og gert er ráð fyrir að sameiningin muni verða 1. júlí 2021.“


Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður LK.

Farsæll áhugaræktandi
15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Stjörnuspá vikunnar
15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar