Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands
Fréttir 29. mars 2022

Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Land­búnaðarháskóla Íslands í Keldna­holti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 10.00 og stendur til klukkan 13.00.

Meginverkefni fundanna er skýrsla stjórnar, afgreiðsla ársreikninga og kosningar til stjórnar. Jafnframt verður lögð fyrir aðalfund tillaga að ákvæði til bráðabirgða við lög félagsins til að heimila rafræna kosningu um það hvort Æðarræktarfélagið sameinist Bændasamtökum Íslands.

Ef tillaga þessi verður samþykkt munu rafrænar kosningar um sameiningu fara fram í kjölfar fundarins. Ef sameining við BÍ verður fyrir valinu verður næsti aðalfundur nýrrar búgreinadeildar (Búgreinaþing) árið 2023.

Ákvörðun um hvort ÆÍ sameinist Bændasamtökunum sem Búgreinadeild æðarræktar eða haldi áfram sem sjálfstætt félag er mikilvæg fyrir félagið og, að sögn Guðrúnar Gauksdóttur formanns, segir að stjórn félagsins telji nauðsynlegt að sem flestir félagar greiða atkvæði. Í kjölfar kynningarfundar með BÍ þann 27. janúar síðastliðinn gekkst stjórn ÆÍ fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Í könnuninni tóku þátt 122 og voru 52 samþykkir sameiningu við Bændasamtökin en 70 mótfallnir.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...