Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands
Fréttir 29. mars 2022

Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Land­búnaðarháskóla Íslands í Keldna­holti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 10.00 og stendur til klukkan 13.00.

Meginverkefni fundanna er skýrsla stjórnar, afgreiðsla ársreikninga og kosningar til stjórnar. Jafnframt verður lögð fyrir aðalfund tillaga að ákvæði til bráðabirgða við lög félagsins til að heimila rafræna kosningu um það hvort Æðarræktarfélagið sameinist Bændasamtökum Íslands.

Ef tillaga þessi verður samþykkt munu rafrænar kosningar um sameiningu fara fram í kjölfar fundarins. Ef sameining við BÍ verður fyrir valinu verður næsti aðalfundur nýrrar búgreinadeildar (Búgreinaþing) árið 2023.

Ákvörðun um hvort ÆÍ sameinist Bændasamtökunum sem Búgreinadeild æðarræktar eða haldi áfram sem sjálfstætt félag er mikilvæg fyrir félagið og, að sögn Guðrúnar Gauksdóttur formanns, segir að stjórn félagsins telji nauðsynlegt að sem flestir félagar greiða atkvæði. Í kjölfar kynningarfundar með BÍ þann 27. janúar síðastliðinn gekkst stjórn ÆÍ fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Í könnuninni tóku þátt 122 og voru 52 samþykkir sameiningu við Bændasamtökin en 70 mótfallnir.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...