Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands
Fréttir 29. mars 2022

Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Land­búnaðarháskóla Íslands í Keldna­holti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 10.00 og stendur til klukkan 13.00.

Meginverkefni fundanna er skýrsla stjórnar, afgreiðsla ársreikninga og kosningar til stjórnar. Jafnframt verður lögð fyrir aðalfund tillaga að ákvæði til bráðabirgða við lög félagsins til að heimila rafræna kosningu um það hvort Æðarræktarfélagið sameinist Bændasamtökum Íslands.

Ef tillaga þessi verður samþykkt munu rafrænar kosningar um sameiningu fara fram í kjölfar fundarins. Ef sameining við BÍ verður fyrir valinu verður næsti aðalfundur nýrrar búgreinadeildar (Búgreinaþing) árið 2023.

Ákvörðun um hvort ÆÍ sameinist Bændasamtökunum sem Búgreinadeild æðarræktar eða haldi áfram sem sjálfstætt félag er mikilvæg fyrir félagið og, að sögn Guðrúnar Gauksdóttur formanns, segir að stjórn félagsins telji nauðsynlegt að sem flestir félagar greiða atkvæði. Í kjölfar kynningarfundar með BÍ þann 27. janúar síðastliðinn gekkst stjórn ÆÍ fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Í könnuninni tóku þátt 122 og voru 52 samþykkir sameiningu við Bændasamtökin en 70 mótfallnir.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.