Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Áburðarverð aldrei hækkað meira
Mynd / Bbl
Fréttir 13. janúar 2022

Áburðarverð aldrei hækkað meira

Höfundur: smh

Tveir áburðarsalar tilbúins áburðar hafa birt verðskrár sínar. Sláturfélag Suðurlands (SS ) reið á vaðið fyrir jól og nú fljótlega eftir áramót birti Lífland sína verðskrá. Þær vörutegundir sem hækka mest í verði hækka um 100 til 120 prósent frá því í fyrra. 

Eitthvað fækkar vörutegundum hjá Líflandi, en engar breytingar eru í vöruúrvali SS.

Talsverð óvissa hefur verið varðandi framboð og verð á tilbúnum áburði í Evrópu á þessu ári. Með miklum kostnaðarhækkunum hefur dregið mjög úr framleiðslu og hafa íslenskir áburðarsalar því ekki haft tök á því að birta verðskrár sínar fyrr.

Verðhækkun á tilbúnum áburði er af þeim sökum í sögulegu hámarki. 

Hjá SS er hækkunin mest á köfnunarefnisáburðinum Opti Kas, sem hækkar um 98 prósent. 

Hjá Líflandi er uppsett listaverð um 105–120% hærra en í fyrra. Þar sem takmarkað framboð er á ákveðnum tegundum er hvatt til þess að bændur panti áburð sem allra fyrst. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...