Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Áburðarverð aldrei hækkað meira
Mynd / Bbl
Fréttir 13. janúar 2022

Áburðarverð aldrei hækkað meira

Höfundur: smh

Tveir áburðarsalar tilbúins áburðar hafa birt verðskrár sínar. Sláturfélag Suðurlands (SS ) reið á vaðið fyrir jól og nú fljótlega eftir áramót birti Lífland sína verðskrá. Þær vörutegundir sem hækka mest í verði hækka um 100 til 120 prósent frá því í fyrra. 

Eitthvað fækkar vörutegundum hjá Líflandi, en engar breytingar eru í vöruúrvali SS.

Talsverð óvissa hefur verið varðandi framboð og verð á tilbúnum áburði í Evrópu á þessu ári. Með miklum kostnaðarhækkunum hefur dregið mjög úr framleiðslu og hafa íslenskir áburðarsalar því ekki haft tök á því að birta verðskrár sínar fyrr.

Verðhækkun á tilbúnum áburði er af þeim sökum í sögulegu hámarki. 

Hjá SS er hækkunin mest á köfnunarefnisáburðinum Opti Kas, sem hækkar um 98 prósent. 

Hjá Líflandi er uppsett listaverð um 105–120% hærra en í fyrra. Þar sem takmarkað framboð er á ákveðnum tegundum er hvatt til þess að bændur panti áburð sem allra fyrst. 

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...