Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Áburðarverð aldrei hækkað meira
Mynd / Bbl
Fréttir 13. janúar 2022

Áburðarverð aldrei hækkað meira

Höfundur: smh

Tveir áburðarsalar tilbúins áburðar hafa birt verðskrár sínar. Sláturfélag Suðurlands (SS ) reið á vaðið fyrir jól og nú fljótlega eftir áramót birti Lífland sína verðskrá. Þær vörutegundir sem hækka mest í verði hækka um 100 til 120 prósent frá því í fyrra. 

Eitthvað fækkar vörutegundum hjá Líflandi, en engar breytingar eru í vöruúrvali SS.

Talsverð óvissa hefur verið varðandi framboð og verð á tilbúnum áburði í Evrópu á þessu ári. Með miklum kostnaðarhækkunum hefur dregið mjög úr framleiðslu og hafa íslenskir áburðarsalar því ekki haft tök á því að birta verðskrár sínar fyrr.

Verðhækkun á tilbúnum áburði er af þeim sökum í sögulegu hámarki. 

Hjá SS er hækkunin mest á köfnunarefnisáburðinum Opti Kas, sem hækkar um 98 prósent. 

Hjá Líflandi er uppsett listaverð um 105–120% hærra en í fyrra. Þar sem takmarkað framboð er á ákveðnum tegundum er hvatt til þess að bændur panti áburð sem allra fyrst. 

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...