Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli áranna 2000 og 2023.

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars) einnig verða tileinkaður jöklum.

Jöklaárinu var formlega hleypt af stokkunum 21. janúar hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í Genf í Sviss, í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) og fleiri.

Á vefnum vedur.is segir að samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 hafi verið 10.200 km2 og minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000. Munaði þar mestu um hörfun stærri skriðjökla Vatnajökuls, Langjökuls, Hofsjökuls og Mýrdalsjökuls. Einnig hafi um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið á þessu tímabili og var flatarmál þeirra flestra á bilinu 0,1–3 km2 í upphafi þessarar aldar. Fyrirséð sé að fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hafi Hofsjökull eystri á Suðausturlandi verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eigi stutt eftir.

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið mun gefa út sérhefti á árinu sem tileinkað verður horfnum jöklum.

Skylt efni: bráðnun jökla

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.