Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli áranna 2000 og 2023.

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars) einnig verða tileinkaður jöklum.

Jöklaárinu var formlega hleypt af stokkunum 21. janúar hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í Genf í Sviss, í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) og fleiri.

Á vefnum vedur.is segir að samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 hafi verið 10.200 km2 og minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000. Munaði þar mestu um hörfun stærri skriðjökla Vatnajökuls, Langjökuls, Hofsjökuls og Mýrdalsjökuls. Einnig hafi um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið á þessu tímabili og var flatarmál þeirra flestra á bilinu 0,1–3 km2 í upphafi þessarar aldar. Fyrirséð sé að fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hafi Hofsjökull eystri á Suðausturlandi verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eigi stutt eftir.

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið mun gefa út sérhefti á árinu sem tileinkað verður horfnum jöklum.

Skylt efni: bráðnun jökla

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...