Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli áranna 2000 og 2023.

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars) einnig verða tileinkaður jöklum.

Jöklaárinu var formlega hleypt af stokkunum 21. janúar hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í Genf í Sviss, í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) og fleiri.

Á vefnum vedur.is segir að samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 hafi verið 10.200 km2 og minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000. Munaði þar mestu um hörfun stærri skriðjökla Vatnajökuls, Langjökuls, Hofsjökuls og Mýrdalsjökuls. Einnig hafi um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið á þessu tímabili og var flatarmál þeirra flestra á bilinu 0,1–3 km2 í upphafi þessarar aldar. Fyrirséð sé að fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hafi Hofsjökull eystri á Suðausturlandi verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eigi stutt eftir.

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið mun gefa út sérhefti á árinu sem tileinkað verður horfnum jöklum.

Skylt efni: bráðnun jökla

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...