Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
263 umsóknir bárust í fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði
Mynd / Matvælasjóður
Fréttir 23. september 2020

263 umsóknir bárust í fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði

Höfundur: smh

Matvælasjóður var formlega opnaður 2. september og um leið var opnað fyrir umsóknir í hann. Umsóknarfrestur rann út 21. september og þá höfðu 263 umsóknir borist í í alla fjóra styrkjaflokkana.

Matvælasjóður varð til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. Stofnfé sjóðsins er 500 milljónir króna og er gert ráð fyrir úthlutun seinnipartinn í október.

Fjárheimildir fyrir úthlutanir á næsta ári munu ráðast þegar fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt.

Fjórir styrkjaflokkar

Matvælasjóður hefur fjóra styrkjaflokka, Keldu, Afurð, Báru og Fjársjóð.

Í Keldu bárust 48 umsóknir, sem styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Tilgangur Keldu er að veita rannsóknastyrki til að hægt sé að afla nýrrar þekkingar sem stuðlar að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Í Afurð bárust 50 umsóknir, sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. Líta má á þennan flokk styrkja sem tækifæri  til að móta og þróa afurð úr með hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu og gera hana verðmætari í ferlinu. Afurðirnar eiga að auka nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla-framleiðslu. Verkefnin geta verið á ólíkum stað í ferlinu, á byrjunarreit eða lokastigum.

Í Báru bárust 126 umsóknir, sem styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. Í Báru leita þeir frumkvöðlar, og fyrirtæki sem eru yngri en fimm ára, sem vilja skoða hugmynd, hráefni eða aðferðir sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og  samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Í Fjársjóð bárust 37 umsóknir, sem styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. Skilyrði Fjársjóðs er að varan sé afurð úr íslenskur hráefnum sem ætlað er til matvælaframleiðslu. Tilgangurinn er að veita styrk til fyrirtækja til að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu og stuðla þannig að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19

Unnið var að stofnun sjóðsins á síðasta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19.  Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu.

Stjórn gerir tillögur um úthlutanir

Stjórn Matvælasjóðs skipa Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Gunnar Þorgeirsson samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, án tilnefningar.

Skylt efni: matvælasjóður

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...