Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Truntum og runtum ...“
Stekkur 20. október 2015

„Truntum og runtum ...“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt norrænum goðsögum er heimurinn skapaður úr holdi og blóði hrímþursans Ýmis en hrímþursar eru í mannsmynd, hræðilega ljótir, kafloðnir og með hala, þeir eru líka heimskir og grimmir.

Tröll, jötnar og risar eru ekki talin jafnvitlaus og þursar þótt seint teljist þeir vel gefnir. Tröllkonur eru aftur á móti kallaðar skessur eða flögð.

Sagt er að tröllum hafi fækkað mjög eftir að kristni var lögtekin í landinu. Tröllin hata hinn nýja sið og sérstaklega er þeim illa við klukknahljóminn og hafa hvað eftir annað reynt að brjóta kirkjur sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur um allt land. Skessan í Skessuhorni reyndi til dæmis að henda stórum steini í kirkjuna á Hvanneyri og á Stað í Hrútafirði er stór steinn sem tröll ætlaði kirkjunni.

Tröll eru mikið gefin fyrir gleðskap og veislur þeirra þykja rosalegar. Mannakjöt er ómissandi í veislum, sérstaklega um jólin, en ef það er ekki á boðstólum láta þau sér nægja hrossakjöt. Eitthvað mun einnig vera um að erlendir ferðamenn hverfi sporlaust og lendi í tröllskjafti.

Sér til skemmtunar kasta tröll hlutum á milli sín. Í einni sögu er talað um að þau kasti á milli sín fjöreggi en oftar en ekki kasta tröll hnútum hvert í annað. Þar er átt við að kasta beinum sem búið er að éta af í sessunaut sinn. Einnig er svonefndur hráskinnsleikur vinsæll meðal trölla en það var boltaleikur þar sem nýflegnum ísbjarnarfeldi er hnoðað saman og hann notaður sem bolti.

Tröll eru yfirleitt heimsk og æða beint af augum án tillits til aðstæðna. Einu sinni ætlaði norsk tröllkona að vaða til Íslands. Hún hafði orðið þess áskynja að álar væru á leiðinni en taldi þá færa og á hún að hafa sagt við nágrannatröll sitt: „Djúpir eru Íslands álar en þó munu þeir væðir vera.“

Tröllkerlingin taldi að í dýpsta álnum mundi hún væta koll sinn en ekki verða meint af. Þar sem tröll eru ekki synd ætlaði hún sér að ná fyrir skip sem var á leiðinni til Íslands og styðja sig við það yfir álinn. En kerlingin missti af skipinu og varð fótaskortur við álinn þannig að hún steyptist í hann og drukknaði.

Löngu áður en Ísland byggðist voru tvær tröllskessur á Austurlandi. Önnur bjó við sjó en hin í jökli. Einu sinni þegar þær hittust fóru þær að rífast um land sem þær þóttust báðar eiga.

Skessurnar gerðu með sér samning um að leggja báðar af stað snemma morguns og hafa landamerki þar sem þær mættust. Þær hittust á hálsi í Möðrudalslandi sem síðan nefnist Grjótgarðsháls, skessurnar hlóðu þar mikinn grjótgarð sem stendur enn í dag. Garðurinn þykir svo mikið furðuverk að talið er ómögulegt að hann sé gerður af mannavöldum.

Til er fjöldi sagna um að tröll trylli til sín menn og breyti þeim í tröll. Þetta er þó mikið maus því það þarf annaðhvort að láta þá sofa milli tveggja tröllkvenna sem hvísla látlaust í eyra þeirra töfraþulu eða maka þá í floti og súru smjöri og toga þá og teygja yfir eldi.

Skylt efni: Stekkur | tröll

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...