Ekki sjálfsagt að sauðfjárrækt sé stunduð í sjálfboðavinnu bænda
Eyjólfur Ingvi Bjarnason er formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda og býr í Ásgarði í Dölum. Honum finnst Ísland vera orðið of höfuðborgarmiðað samfélag. Með réttu samtali og skýrri framtíðarsýn sé hins vegar hægt að skapa raunverulegan kraft í sauðfjárrækt og í leiðinni leggja grunn að sterkari byggð í sveitum landsins.