Skylt efni

Blálanga afli

Blekkingarleikur á blálöngumiðum
Fréttaskýring 17. desember 2021

Blekkingarleikur á blálöngumiðum

Frönskum togaraskipstjóra, sem fann gjöful blálöngumið við landhelgislínuna á Reykjanes­hrygg árið 1991, tókst að halda því leyndu og sitja einn að gullkistunni í rúm tvö ár. Eftir að þetta uppgötvaðist leið ekki á löngu þar til frönsk og íslensk veiðiskip voru í sameiningu búin að þurrka þessar gjöfulu hrygningarstöðvar upp.