Lykillinn að því að ná árangri í loftslagsmálum landbúnaðarins er að skoða hvar og hvernig við höfum verið að ná árangri síðustu áratugina og nýta þá þekkingu.
Lykillinn að því að ná árangri í loftslagsmálum landbúnaðarins er að skoða hvar og hvernig við höfum verið að ná árangri síðustu áratugina og nýta þá þekkingu.
Lesendarýni 19. júní 2025

Opið samtal er forsenda árangurs

Höfundur: Ragnheiður Björk Halldórsdóttir

Á dögunum settumst við hjá Bændasamtökum Íslands niður með sérfræðingum frá nokkrum stofnunum og ráðuneytum sem sinna loftslagsmálum tengdum landbúnaði. Markmiðið var að ræða saman – opinskátt og heiðarlega – um þá áskorun sem felst í því að samræma skilning, orðræðu og aðgerðir í loftslagsmálum við íslenskar aðstæður. Það kom glöggt í ljós að virkt samtal er lykilatriði – bæði til að draga úr misskilningi og til að tryggja að aðgerðir verði markvissar og árangursríkar.

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir.

Eitt dæmi um misskilning sem skapast getur er hugtakanotkun í loftslagsbókhaldi – má þar nefna sérstaklega hugtakið mólendi. Hugtakið hefur verið notað sem þýðing á enska orðinu grassland í alþjóðlegum loftslagsgögnum, þ.e. í IPCCCkerfinu (Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar). Í íslensku samhengi hefur mólendi fengið fastmótaða merkingu – bæði í huga fagfólks og almennings. Mólendi er þurrlent, jarðvegurinn er oftast þykkur og yfirborðið er gjarnan þýft. Á sama tíma nær enska hugtakið grassland í loftslagsbókhaldinu einnig yfir gróskumikil beitilönd, ræktuð tún og jafnvel náttúrulegt votlendi. Allt samræmist það illa þeirri merkingu sem flest okkar leggja í orðið mólendi hérlendis og hafa gert frá örófi alda.

Misræmi sem þetta elur af sér misskilning hagaðila á milli – bæði í stefnumótun og í upplýsingagjöf. Virkt samtal við bændur kæmi í veg fyrir misskilning af þessu tagi

Þegar við settumst niður með hagaðilum okkar komu upp ýmsar tillögur um hvernig vinda megi ofan af misskilningi sem þessum, svo sem með sameiginlegri hugtakaskrá eða jafnvel með ólíkri skilgreiningu undirflokka lands, sem skiljast betur meðal bænda og eiga þannig skírskotun í íslenskar aðstæður. Slíkt getur skapað skýran samskiptagrunn milli allra þeirra sem koma að málaflokknum.

Annað mikilvægt umræðuefni á fundinum var samspil aðgerðaáætlana hins opinbera í loftslagsmálum og loftslagsvegvísis bænda. Uppistaða vegvísisins eru hagkvæmar og afkomudrifnar aðgerðir – aðgerðir sem bændur geta hrint í framkvæmd í eigin rekstri án þess að það komi niður á afkomu þeirra. Þar með verður vegvísirinn raunhæf leið fyrir bændur til að verða virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Aðgerðum hins opinbera og aðgerðum í vegvísinum er ekki alltaf forgangsraðað á sama hátt, en með virku samtali má samræma áherslur beggja og tryggja aukinn árangur við innleiðingu. Þannig næst betri nýting á fjármagni, þekkingu og tíma – og afraksturinn eru skilvirkari aðgerðir sem bæði gagnast loftslaginu og tryggja áframhaldandi afkomu bænda. Það sem stóð upp úr eftir vinnustofuna var þessi einfalda en mikilvæga niðurstaða: Hagsmunir allra hagaðila liggja saman. Við getum haft ólíkan bakgrunn, ólíkar áherslur eða ólíkar aðferðir – en í grunninn erum við öll að vinna að sama markmiði. Við viljum sjá íslenskan landbúnað dafna, landnýtingu verða sjálfbærari og kolefnisspor þjóðarinnar minnka.

Íslenskir bændur eru í fararbroddi þegar kemur að árangri í loftslagsmálum og munu halda áfram þeirri vegferð í góðri samvinnu við alla. Til þess þurfum við að tala saman. Opið samtal byggt á trausti, virðingu og sameiginlegum vilja til árangurs, er ekki valkostur, heldur forsenda.

Að elska og hata skurði
Lesendarýni 16. júlí 2025

Að elska og hata skurði

Fyrir nokkrum áratugum þá var það þjóðaríþrótt á Íslandi að grafa skurði. Stór h...

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi
Lesendarýni 15. júlí 2025

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi

Harmonikan, þetta fjölbreytta og heillandi hljóðfæri, hefur um áratugaskeið veri...

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar
Lesendarýni 15. júlí 2025

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar

Það fólk sem hefur mesta þekkingu á dýrum er það fólk sem heldur dýr og umgengst...

Evrópa bannar minni plastumbúðir
Lesendarýni 11. júlí 2025

Evrópa bannar minni plastumbúðir

Hjá Evrópusambandinu er unnið að nýjum umbúðareglugerðum sem miða að takmörkun á...

Laxalús og mótvægisaðgerðir
Lesendarýni 3. júlí 2025

Laxalús og mótvægisaðgerðir

Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það v...

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess
Lesendarýni 2. júlí 2025

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess

Á árunum 1870–1914 fluttu yfir 14.000 Íslendingar til NorðurAmeríku, flestir til...

Upphaf búvörusamninga
Lesendarýni 1. júlí 2025

Upphaf búvörusamninga

Fram undan eru samningaviðræður milli bænda og stjórnvalda um nýja búvörusamning...

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar
Lesendarýni 27. júní 2025

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar

Það er brýnna en nokkru sinni að treysta búskap til sveita landsins og viðhalda ...