Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Mynd tengist fréttinni ekki beint
Mynd tengist fréttinni ekki beint
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Lesendarýni 15. júlí 2025

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar

Höfundur: Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir, fyrrverandi formaður DÍS og vinnur að stofnun nýs félagsafls í þágu dýravelferðar.

Það fólk sem hefur mesta þekkingu á dýrum er það fólk sem heldur dýr og umgengst þau reglulega og svo það fólk sem sérmenntar sig um dýr. Um báða hópana gildir að allflest gera vel, þótt undantekningar finnist. Þessi grein er skrifuð til þeirra sem starfa við eða tengt dýrahaldi og fjölskyldna þeirra, fólks sem hefur mátt upplifa undanfarið nýja nálgun félagsafla undir nafni dýravelferðar.

Starfsemi Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) lá niðri um langt árabil fram til 2007 er Ólafur Dýrmundsson endurreisti félagið samkvæmt erfðaskrárbeiðni. Sif Traustadóttir var kjörin formaður á aðalfundi 2012 og undirrituð 2014. Við Sif störfuðum saman í 10 ár í stjórn DÍS og höfum tvær starfað samfellt lengst fyrir félagið síðan það var endurvakið. Megináhersla okkar var að skapa félaginu marktæka rödd sem sameinaði almenning á Íslandi um dýravelferð. Við lögðum áherslu á ritrýnd vísindi um velferð dýra og óhlutdræga upplýsingaöflun og nálgun. Þegar trúverðugleiki er fenginn í kjölfar slíkrar áherslu þá verður rödd félagsins almenn og sterk. En samtal um dýravelferð er vandmeðfarið. Nauðsynlegt er að hafa skýr gildi fyrir stafni því traust á DÍS myndar einnig færi til misbeitingar, til dæmis með áróðri, óreiðu eða ósannindum. Þess hefur að mínu mati gætt undanfarið. Verði tortryggni og upplýsingaóreiða ofan á um dýravernd þá hverfur úr samtalinu bakbeinið, fólk missir trú og hverfur frá. Eftir verður aðeins lítill og afar hávær hópur fólks sem má einn taka til máls, oftast einmitt með upphrópunum, ásökunum og átakanálgun. Þaðan er auðvelt að deila og drottna. Þorri almennings veigrar sér við að taka til máls við slíkar aðstæður, fólk óttast þá árásir og ekki að ástæðulausu.

Ný stjórn tók við DÍS 2022, undir formennsku Lindu Karenar Gunnarsdóttur. Fyrsta verk þeirrar stjórnar var skýr hundaflautun gegn Matvælastofnun. Tónninn var gefinn með því að kalla í fjölmiðlum beint og eingöngu eftir neikvæðum umsögnum af samskiptum við starfsfólk Mast. Ekkert um hið jákvæða sem Mast stendur fyrir um dýravelferð hefur heyrst frá DÍS síðan 2022 og almenningi er snúið gegn stofnuninni. Það er talað líkt og Mast sinni velferð dýra varla eða ekki og mér virðist vegið kerfisbundið að rödd stofnunarinnar. Hvaða gagn á það að gera? Hér eru að mínu mati sá styrkur og tiltrú sem skapaðist frá endurreisn DÍS notuð af fullum krafti, en til sundrunar. Auðvitað finnst neikvæð reynsla af samskiptum við Mast og að sjálfsögðu þarf að veita vinnubrögðum aðhald. En hvernig á það, að ofsækja opinbert starfsfólk sem vinnur að dýravelferð, að bæta dýravelferð? Ég hef einnig séð í þessu samhengi þá mögnuðu samfélagslegu breytingu að dýralæknar verði vafasöm stétt. Það sá ég aldrei áður. Fagþekking um dýr hefur verið gerð tortryggileg og dýralæknum og vísindafólki gerður upp ásetningur. Það er furðuhegðun að grafa undan trausti á fagfólki. Loks eru hafnar grófar árásir á bændur, nú fyrst á stóðbændur og þeir kallaðir - í heild sinni - dýraníðingar. Hvað næst?

Að lama raddir þeirra sem starfa tengt dýrahaldi er ekki málefnaleg nálgun, heldur kúgun. Þessar aðfarir veita einnig þung félagsleg og tilfinningaleg högg, alla leið inn í fjölskyldulíf þess fólks sem fyrir þeim verður. Fólk verður fyrir aðkasti og börn í skólum fyrir störf foreldra sinna. Vill almenningur þetta? Það tel ég ólíklegt. Það er mjög alvarlegt mál þegar félagslegt afl eins og Dýraverndarsambandið er, fer að snúast um að ráðast á hópa fólks og stuðla þannig að samfélagslegri sundrun. Það er ekki tilgangur félagsins. Ég hef undanfarið rætt við fjölda fólks við dýrahald og ég veit að það hefur sumt fengið að finna verulega fyrir þessari taktík. Þetta hryggir mig. Ég bið hér afsökunar það fólk sem hefur mátt upplifa notaðan gegn sér þann öldufald tiltrúar almennings sem myndaðist hjá DÍS í tíð minnar stjórnar. Til þess var ekki stofnað.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...