Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blandað prímúlubeð.
Blandað prímúlubeð.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 9. júlí 2021

Fjölærar plöntur

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Fjölærar plöntur, eða fjölær­­ingar, eru allar plöntur sem lifa lengur en eitt ár en þó er ákveðin málvenja að nota þetta hugtak fjölær­ingar aðallega um jurt­kenndar plöntur sem fella blöð og stöngla yfir veturinn og lifa kuldann og trekkinn af sem forðalíffæri í jarðveginum.

Velja vaxtarstað við hæfi

Í garðplöntustöðvum er ótrúlega fjölbreytt úrval af fjölæringum sem henta fyrir hvers konar vaxtarstaði í garðinum, nema kannski helst undir kjallaratröppum í niðamyrkri, þar væri heppilegra að nota plastblóm. Fjölæringar eru seldir í pottum og eru pottarnir misstórir eftir því hversu mikið rými plönturnar þurfa. Við gróðursetningu þessara plantna er nauðsynlegt að velja þeim vaxtarstað við hæfi og gefa garðyrkjufræðingar góð ráð um það, hér er átt við það hvort vaxtarstaðurinn sé sólríkur eða skuggsæll, vindasamur eða í skjóli, jarðvegurinn þurr eða rakur og svo framvegis.

Blátt fjölæringabeð.

Þegar staðsetningin er á hreinu er búin til hola sem er ríflega stærð pottsins á stærð, lífrænum áburði eins og moltu eða búfjáráburði komið fyrir í holunni ef um stórvaxnar plöntur er að ræða en steinhæðaplöntur eða aðrar plöntur sem eru nægjusaman þurfa ekki svona langtímanesti með sér. Plantan er losuð varlega úr pottinum og henni komið fyrir í holunni þannig að hún standi svipað djúpt og áður og svo er moldinni mokað varlega að rótunum, þjappað hæfilega niður með plöntunni til að tryggja að ekki séu loftrými meðfram rótakerfinu. Svo er að sjálfsögðu vökvað vel yfir. Ef plantan er ekki á nákvæmlega réttum stað er svo lítið mál að taka hana upp og flytja hana um set, blómabeð eru sem betur fer ekki klöppuð í stein og um að gera að færa til plöntur sem ekki eru rétt staðsettar.

Blómabeð með fjólubláum og gulum litum.

Fjölyrtar og fjölærðar!

Til gamans má svo láta fljóta með nokkrar orðskýringar sem tengjast þessum plöntuhópi en oft vefst fyrir leikmönnum hið sérhæfða tungutak garðyrkjunnar, sérstaklega þegar kemur að fjölærum plöntum. Fjölærar plöntur eru plöntur sem lifa í fleiri en eitt ár. Þetta getur afbakast á ýmsan hátt, stundum er beðið um fjölærðar plöntur (væntanlega plöntur sem eru settar saman í hóp og öskrað á þær þar til þær ærast), fjölyrtar plöntur (plöntur sem svara þegar talað er við þær og samkjafta ekki), fjölrænar plöntur (plöntur sem eru ekki við eina fjölina felldar í ástarmálum) og síðast en ekki síst fjölhærðar plöntur (væntanlega kafloðnar á ýmsum stöðum).

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...