Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Mynd / ál
Af vettvangi Bændasamtakana 15. september 2025

Vill efla liðsheild í skógrækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sólrún Þórðardóttir var í upphafi mánaðar ráðin til starfa hjá Bændasamtökum Íslands sem sérfræðingur á sviði skógræktar og sjálfbærnimála.

Tekur hún þar við verkefnum sem Hlynur Gauti Sigurðsson hefur sinnt undanfarin ár. Sólrún er með B.S. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í náttúru- og umhverfisfræðum, en hefur sinnt ýmsum verkefnum á fjölbreyttum sviðum.

„Áður en ég kom hingað vann ég sem verktaki fyrir tvö lítil fyrirtæki þar sem ég stýrði verkefnum, setti upp vefsíðu og kom að skipulagsmálum. Þar áður rak ég eigin snyrtistofu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í fimm ár,“ segir Sólrún, en hún lauk meistaraprófi í snyrtifræðum samhliða því sem hún sinnti námi sínu við LbhÍ. „Og núna er ég í MBA-námi við Háskóla Íslands meðfram vinnu.“

Hún vonast til þess að geta eflt deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands og stuðlað að aukinni uppbyggingu og atvinnumöguleikum í tengslum við skógrækt. „Þá langar mig til að efla samstarfið milli skógarbænda, Skógræktarfélags Íslands og Lands og skógar. Ég vil að við verðum sterk liðsheild saman og ég held að við náum meiri framförum sem ein heild.

Sólrún býr ásamt fjölskyldu sinni í Ölfusi. Hún ólst upp í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, en þar reka foreldrar hennar Ræktunarstöðina Lágafell og veitingahúsið Hjá góðu fólki, skammt frá Vegamótum. „Ég hef alltaf verið með hugann við náttúrufræði og er alin upp umvafin plöntum. Svo ákvað ég að taka smá útúrdúr í snyrtifræðinni, sem var alls ekkert planið,“ segir Sólrún glettin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...