Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist leika við hann í hverju horni og hann sópar því til sín gleðilegum viðburðum eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnsberinn ætti að njóta þessa tíma og jafnvel gera sitt besta til að leyfa þessu láni sínu að létta undir öðrum ef hægt er. Happatölur 4, 29, 82.

Fiskurinn hefur verið fremur þungbúinn undanfarið og skilur ekki hvers vegna hlutirnir ganga ekki upp eins og hann hafði séð fyrir sér. Það eina í stöðunni er að sýna auðmýkt og æðruleysi, eitthvað sem fisknum er ekki endilega tamt, en ætti að minna sig á að lífið hefur margar hliðar og engin ein sú rétta. Happatölur 24, 1, 9.

Hrúturinn er undir sömu þungu lægð og fiskurinn en hann hefur nefnilega verið að velta fyrir sér málum hjartans og hver staða hans sé á þeim vettvangi. Ágætt væri að fara yfir þau sambönd sem vegið hafa hvað mest í tilfinningalífi hans og greina hvað fór úrskeiðis – hvar rótin liggur að því sem illa fór. Happatölur 23, 9, 17.

Nautinu hefur aðeins aukist sjálfstraustið og ætti að vera duglegra að líta í kringum sig. Reyndar snúa stjörnurnar þannig að honum er heillavænlegast að móta skoðanir á því hvert hann vill stefna á næstu tveimur árum. Þá með tilliti til alls er viðkemur daglegu lífi en með áherslu á maka, búsetu eða stórar breytingar. Happatölur 24, 12, 77.

Tvíburinn hefur verið undir miklu álagi síðastliðnar vikur og þarf að muna að hvíld er góð og hugarró að sama skapi. Hann ætti að gæta þess hvað hann lætur út úr sér og enn fremur að fara ekki með fleipur. Vegna slíkra mistaka eða ákvarðana gæti tvíburinn mögulega þurft að éta ýmislegt ofan í sig. Happatölur 6, 34, 8.

Krabbinn ætti þessa mánuðina að leyfa ástinni að umlykja sig. Í formi fjölskyldu, vina eða jafnvel manneskju sem var honum hugleikin fyrir nokkru síðan. Það leynist oft glóð í gömlum glæðum og nú er tækifærið til að taka skref sem voru áður ekki tekin. Happatölur 20, 18, 43.

Ljónið íhugar nú gang lífsins eins og aldrei fyrr. Það hefur nýverið þurft að taka á honum stóra sínum er kemur að eigin heilsu. Veltir fyrir sér eins og oft áður hvort lífið sé nú ef til vill ákveðið fyrir fram eða hversvegna hlutirnir gerast þegar þeir gerast. Við þessu eru engin rétt svör, en ljónið má prísa sig sælt eins og staðan er í dag. Happatölur 7, 30, 51.

Meyjan er á þeytingsspretti í gegnum lífið. Allt í einu hafa opnast henni fleiri dyr en von var á en skyldi hafa í huga að allt sem að henni snýr er henni til heilla. Nú er ráð að viða að sér öllu því sem meyjuna vanhagar um, hvort sem er á sviði frama eða fagnaðar. Happatölur 11, 8, 66.

Vogin er fyllt óréttmætri reiði og básúnast yfir þeim harmleik þegar í raun er það alls ekki sannleikurinn. Vogin hefur nefnilega fallið í þá gryfju að hlýða á kveinstafi byggða á ósannindum og fleiprum og byggir á því reiði sína. Réttast væri að íhuga allar hliðar hvers máls.Happatölur 22, 80, 12.

Sporðdrekinn hefur legið í leti undanfarið og notið góðs af enda hefur hann alveg átt það skilið. Hann ætti þó að fara að hugsa sér til hreyfings og gera upp við sig ýmis mál sem hafa setið á hakanum. Þetta eru mun veigaminni ákvarðanir en hann telur, en þarf að útkljá fyrr en síðar. Happatölur 19, 44, 22.

Bogmaðurinn hefur verið slappur á sál og líkama í nokkra daga núna og ætti að hlúa vel að sér. Veikindi hafa verið að hrjá hann oftar þetta árið en áður og ekki væri því úr vegi að fá lækni til að taka stöðu mála. Lukkustjarna er þó yfir peningamálunum sem koma á óvart. Happatölur 28, 11, 89.

Steingeitin hefur ekki ró í sínum beinum þessa dagana. Málshátturinn sér grefur gröf þótt grafi á hér ágætlega við enda hefur hún, sér að óvörum grafið aðeins undan sjálfri sér. Hitamál sem henni þótti hún eiga lítinn sem engan hlut í hefur nú snúist öðrum í vil. Happatölur 81, 15, 40.

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...