Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mold ert þú
Menning 26. apríl 2023

Mold ert þú

Höfundur: Vilmundur Hansen

Moldin fæðir og klæðir íbúa heimsins. Íslenskur jarðvegur er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur – órofa hluti af íslenskri náttúru.

Í bókinni Mold ert þú fjallar dr. Ólafur Arnalds um jarðveg frá mörgum ólíkum hliðum.

Ólafur segir að bókin byggi á reynslu og þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér í námi og við rannsóknir og kennslu allt frá því að hann tók þátt í viðamiklum
beitartilraunum sem starfsmaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá árinu 1976, síðan í námi í jarðvegsfræði í Bandaríkjunum og í störfum allar götur síðan.

„Þau störf hafa meðal annars miðast við að skilgreina og kortleggja jarðvegsrof á Íslandi en einnig að rannsaka eðli jarðvegsins á Íslandi sem hefur getið af sér jarðvegskort af landinu. Í bókinni er lögð áhersla á moldina sem hluta af vistkerfum og náttúru landsins. Fjallað er um vatnshringrásina og af hverju moldin gegnir lykilhlutverki við verndun vatns og miðlun þess. Kolefni í mold fær mikið rými, enda gegnir jarðvegur afar mikilvægu hlutverki fyrir hringrás gróðurhúsalofttegunda auk þess að stuðla að frjósemi vistkerfa. Meira er af kolefni í mold en gróðri og andrúmslofti samanlagt.“

Mold frá mörgum hliðum

Mold ert þú er efnismikil, stór og glæsileg bók þar sem fjallað er um jarðveg og umhverfismál frá mörgum hliðum. Bókin skiptist í þrjá meginhluta, grunnþætti jarðvegsfræðinnar, íslenska mold og umhverfið. Veitt er innsýn í eiginleika jarðvegs, jarðveg á Íslandi og varpað er ljósi á tengsl moldarinnar við náttúru landsins og stöðu vistkerfa.

Sagt er frá afgerandi áhrifum frosts á náttúru landsins og mótun landslags. Sandur og uppfok fær einnig rými, enda telst landið vera með mikilvirkustu uppsprettum ryks á jörðinni, sem mótar vistkerfi um land allt, veðurfar og jafnvel frjósemi hafsvæðanna umhverfis landið.

Fjallað er um landhnignun út frá hnattrænum sjónarmiðum sem og rætur hennar. Síðan er fjallað um áhrif landnýtingar á vistkerfi hér á landi sem annars staðar í heiminum og hruni íslenskra vistkerfa er gefinn sérstakur gaumur. Síðast en ekki síst er fjallað um nauðsyn þess að endurheimta vistkerfi, enda er þessi áratugur helgaður vistheimt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Fróðleg bók

Bókin er prýdd miklum fjölda ljós- og skýringamynda sem unnar voru af Fjólu Jónsdóttur og sem auka enn á innsýn lesenda á efninu.

Mold ert þú er fróðleg bók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúrufræði auk þess sem hún ætti að nýtast við kennslu í náttúru- og umhverfisfræðum auk jarðvegsfræði.

Skylt efni: bókaútgáfa

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...