Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Menning 4. mars 2024

Lína Langsokkur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lína Langsokkur er ein þeirra ástkæru sögupersóna sem hafa fylgt okkur síðan fyrir miðja síðustu öld.

Eydís Ósk Sævarsdóttir í hlutverki Línu Langsokks.

Höfundur hennar, Astrid Lindgren, segir frá stelpunni Línu, sem níu ára gömul hefur þann ofurkraft að vera sterkasta stúlka í heimi og býr alein í húsinu Sjónarhóli með hestinum sínum og apanum Níels þar sem faðir hennar er ævintýramaður á sjó. Hún vingast við nágrannabörnin, þau Tomma og Önnu, en saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.

Leikfélag Mosfellsbæjar hefur nú sýningar á verkinu, en um þrjátíu manns koma að uppsetningunni. Leikstjóri er Aron Martin Ásgerðarson, leikmynda- og búningahönnuður Eva Björg Harðardóttir, tónlistarstjóri Þorsteinn Jónsson og danshöfundur Elísabet Skagfjörð.

Leikfélagið segir mikinn áhuga hafa verið á verkinu en æfingaferlið hófst með kynningarfundi þann 15. janúar og mæting mjög góð. Eins og vaninn er skrá þeir sem áhuga hafa niður upplýsingar um sig og hvar áhugasvið þeirra liggur, hvort sem það er að standa á sviði, við leikmyndasmíð, hönnun og gerð búninga, í tónlist, ljósum eða öðru. Strax í sömu viku voru leik- og söngprufur og síðan hófust æfingar sem hafa gengið mjög vel.

Frumsýning er sunnudaginn 3. mars en verður sýnt í Bæjarleikhúsinu klukkan 14. Áframhaldandi sýningar verða á sunnudögum og fer miðasala fram á tix.is

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...