Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Menning 4. mars 2024

Lína Langsokkur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lína Langsokkur er ein þeirra ástkæru sögupersóna sem hafa fylgt okkur síðan fyrir miðja síðustu öld.

Eydís Ósk Sævarsdóttir í hlutverki Línu Langsokks.

Höfundur hennar, Astrid Lindgren, segir frá stelpunni Línu, sem níu ára gömul hefur þann ofurkraft að vera sterkasta stúlka í heimi og býr alein í húsinu Sjónarhóli með hestinum sínum og apanum Níels þar sem faðir hennar er ævintýramaður á sjó. Hún vingast við nágrannabörnin, þau Tomma og Önnu, en saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.

Leikfélag Mosfellsbæjar hefur nú sýningar á verkinu, en um þrjátíu manns koma að uppsetningunni. Leikstjóri er Aron Martin Ásgerðarson, leikmynda- og búningahönnuður Eva Björg Harðardóttir, tónlistarstjóri Þorsteinn Jónsson og danshöfundur Elísabet Skagfjörð.

Leikfélagið segir mikinn áhuga hafa verið á verkinu en æfingaferlið hófst með kynningarfundi þann 15. janúar og mæting mjög góð. Eins og vaninn er skrá þeir sem áhuga hafa niður upplýsingar um sig og hvar áhugasvið þeirra liggur, hvort sem það er að standa á sviði, við leikmyndasmíð, hönnun og gerð búninga, í tónlist, ljósum eða öðru. Strax í sömu viku voru leik- og söngprufur og síðan hófust æfingar sem hafa gengið mjög vel.

Frumsýning er sunnudaginn 3. mars en verður sýnt í Bæjarleikhúsinu klukkan 14. Áframhaldandi sýningar verða á sunnudögum og fer miðasala fram á tix.is

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...