Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ný hönnun fyrirtækisins Fabletics minnir margt á tísku liðinna áratuga og því ef til vill ekki eins mikil nýjung eins og ætla mætti.
Ný hönnun fyrirtækisins Fabletics minnir margt á tísku liðinna áratuga og því ef til vill ekki eins mikil nýjung eins og ætla mætti.
Menning 21. febrúar 2023

Leikfimifatnaður sem loftar vel

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Allt frá gullaldarárum Jane Fonda þykir leikfimi bæði ákjósanleg ef á að halda sér í formi, svo og vettvangur til að sýna sig og sjá aðra svona til samanburðar.

Margir leikfimiunnenda velja fatnað sem fellur hvað best að líkamanum og telja þá mögulega hvatningu í því fyrir aðra í kring – að sjá klæðin strekkjast yfir velmótaða vöðva og annan vöxt.

Hátísku leikfimifatnaður

Leikkonan Kate Hudson er ein stofnenda fyrirtækisins Fabletics (www.fabletics.com) sem sérhæfir sig í framleiðslu hátísku leikfimifatnaðar í miklum gæðum, þó á viðráðanlegu verði. Einnig er fyrirtækið ötull talsmaður samfélagslegra gilda, stuðlar að heilbrigðum lífsstíl og sjálfbærni. Það var stofnað fyrir rúmum áratug og hefur
í dag náð gríðarlegum árangri sem alþjóðlegt lífsstílsmerki. Í kjölfarið hefur það laðað að sér marga aðdáendur – enda ekki alltaf sem gæði og lágt verð fara saman. Þar má í dag finna nær allt sem viðkemur leikfimiiðkun – skó, töskur og fylgihluti jafnt sem fatnað.

Komst Fabletics annars í fréttirnar fyrir skömmu er nýjasta hönnunardýrðin leit dagsins ljós. Um ræðir æfingabuxur þar sem bakhluti þeirra var að stóru leyti óhulinn og ef til vill ekki allra. hægt er að fá téðar buxur í stærðunum XS-6X, en fyrirtækið býður annars vanalega upp á fatnað í stærðunum XXS-6X fyrir konur en XS-4X fyrir karlmenn.

Yitty er svo merki innan stólpa fyrirtækisins þar sem Grammy- verðlaunahafinn og söngkonan Lizzo tekur í sama streng og hefur hannað leikfimiboli í svipuðum stíl.

Eiga þeir það sameiginlegt með buxunum að vera í svokölluðum „G-strengjastíl“. Er söngkonan sjálf ótrauður talsmaður berra rasskinna og hefur við þó nokkur tilefni skartað slíkri tísku.

Núnú ...

Eins og alþjóð veit er mikið rætt um – og áhersla lögð á – að æfingafatnaður andi vel, þó þessi svokallaða nýstárlega hönnun hafi farið alveg ógurlega fyrir brjóstið á fólki. Er þó ekki annað hægt að segja en lofti afar vel um bakhluta þeirra sem klæðast buxunum og rétt að minna á að það þykir með eindæmum hollt og gott að leyfa húðinni að anda sem mest er leikfimi er ástunduð. Einkennilegt í raun að það komi ekki fram í umræðunni þegar verið er að skammast yfir rassbótlausum brókum.

Samkvæmt öllum uppsprettum heilnæmis og velfarnaðar, t.a.m. heilbrigðiseftirliti, læknum, íþrótta- hetjum, hönnuðum íþróttafatnaðar og þar fram eftir götunum kemur ítrekað fram að lofta þurfi vel um líkama sem svitnar enda má ekki gleyma því að við hita – þá ekki síst í fatnaði sem andar ekkert – geta myndast alls kyns bakteríur, sveppamyndun eða annar ófögnuður, ekki síst fyrir neðan mitti.

Söngkonan Lizzo fyrir miðju ásamt fríðum flokki kvenna í hönnun merkisins Yitty.

Ekkert er lengur nýtt af nálinni

En það er ekki hægt að gera öllum til geðs og kannski engum dottið í hug að hægt sé að vera í sokkabuxum undir þessum glennulegu buxum hönnuðum af ungfrú Hudson?

Þessi nýstárlega hönnun er nefnilega ekki nýstárlegri en svo að það var nú akkúrat drottningin Jane Fonda sem skartaði slíku í denn, kannski t.d. í kringum 1982, og þótti hvað hæstmóðins. (Og já, þá reyndar ekki með rassinn beran).

Má leita á netinu að leikfimi- fatnaðinum, ef einhvern langar, t.d. undir eftirfarandi; „Thong Leotard“, helst „High cut Style“.

Jæja, svo lengi lærir sem lifir – og með það í huga er ekkert sem aftrar fólki frá því að leyfa sér þennan munað, enda geta teprur verslað sér 90 den sokkabuxur í leiðinni til þess að smeygja sér í inn undir.

Skylt efni: tíska

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...