Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sambland listræns gildis og meðvitundar um umhverfið er Bryndísi mikilvægt en hún leggur ríka áherslu á hringrás og nýtingu þess sem til fellur.
Sambland listræns gildis og meðvitundar um umhverfið er Bryndísi mikilvægt en hún leggur ríka áherslu á hringrás og nýtingu þess sem til fellur.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðdempandi veggverki sem kom á markaðinn árið 2010; hálfri kúlu sem hefur ytra byrði úr íslenskri ull.

Í kjölfarið urðu til ýmsir aðrir skúlptúrar og verk hljóðvistar en einnig hefur textíll hennar, Earth Matters, hlotið mikla athygli. Hann er unninn úr ull sem annars hefði farið til spillis og segist Bryndís vera stolt af því að vera ein þeirra listamanna sem geta sýnt fram á að hægt sé að draga úr sóun á skapandi hátt auk þess sem hún bendir á að mikilvægi hljóðvistar sé margsannað þegar kemur að almennri vellíðan.

Sambland listræns gildis og meðvitundar um umhverfið er Bryndísi mikilvægt en hún leggur ríka áherslu á hringrás og nýtingu þess sem til fellur. Framleiðsla ullarefnanna fór upphaflega fram á Seyðisfirði, en hún og eiginmaður hennar tóku við rekstrinum árið 2019. Settu þá á fót skapandi miðstöð í Kópavogi, Kula Design, og þannig gat sú þróun orðið til í þæfingu ullarinnar sem síðar varð Earth Matters. Áhersla þeirra er að verkin hafi virkni. Flest hver eru þau til hljóðdempunar og eru af hæsta gæðaflokki samkvæmt ISO vottun. Falla í A-flokk og hljóta því velvilja á heimsmarkaði.

„Það er svo mikilvægt að geta skapað verðmæti úr því sem annars færi til spillis, en til dæmis er verðmæti afskurða og þriðja flokks ullar bara nánast engin. Að geta skapað eitthvað fallegt úr slíku sem hefur virði og fær virðingu er ómetanlegt,“ segir Bryndís.

Earth Matters textíllinn sem Bryndís notar m.a. í skúlptúra hefur einnig verið strengdur á ramma, bæði sem hljóðdempandi vegglist en einnig til að hólfa niður rými. „Þetta er hágæða efni með áferð jarðarinnar og þar er hvert efni einstakt. Hver rammi er abstrakt landslag, veggverk með virkni sem verður til vegna gljúfra hára íslensku ullarinnar. Sérstaða íslensku ullarinnar er sú hve hún er lagskipt og því allt annað yfirborð og áferð en þú færð með öðrum textíl.“

Þessa dagana í tilefni Hönnunarmars má kynnast verkum Bryndísar í Ásmundarsal Reykjavíkurborgar þar sem henni var boðið að vera með sýningu á efri hæð safnsins. „Gestir fá að upplifa veröld víðtækrar þróunnarvinnu þar sem samspil og jafnvægi hljóðs og birtu stuðla að vellíðan,“ segir Bryndís, sem að auki frumsýnir nýjustu verk sín undir heitinu TYRA. „Þetta eru handgerðir hljóð- og ljóspanelar sem snerta við skynfærum fólks en eins og nafn sýningarinnar, Ljóstillífun, gefur til kynna er markmiðið hjá mér að skapa andlegt súrefni og svo jarðtengingu enda stuðla náttúruleg form og efni við betri líðan,“ segir Bryndís.

Sýninguna Ljóstillífun er hægt að heimsækja þar til 20. apríl, en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ásmundarsalar.

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...