Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Þúsundir kvenna stóðu í röð til þess að verða sér úti um nælonsokka árið 1946.
Þúsundir kvenna stóðu í röð til þess að verða sér úti um nælonsokka árið 1946.
Mynd / Perfum Passage
Líf og starf 4. mars 2025

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í upphafi síðustu aldar, þegar félagslega varð ásættanlegt fyrir konur að sýna á sér fæturna, varð bylting á sokkamarkaðnum. Silkisokkar voru þar hafðir í hávegum, en þar sem silkið er náttúruleg vara og dýr í framleiðslu lögðu textíláhugamenn höfuðið í bleyti.

Þessi ungfrú skartar óvanalega metnaðarfullum áteiknuðum sokkum 1942. Mynd / Perfum Passage

Árið 1935 uppgötvuðu bandarískir efnafræðingar að úr blöndu ýmissa sameinda sem þeir höfðu sett í tilraunaglas var hægt að draga upp níðsterkan, hárfínan gervi-trefjaþráð langra sameinda sem nefnast fjölliður. Þarna hófst upphaf nælonbyltingarinnar, en með þessari uppfinningu varð til ódýr valkostur við silkisokka – nælonsokkarnir.

Fyrstu nælonsokkarnir birtust í verslunum í New York 15. maí 1940 og um 800.000 pör seldust á fyrsta deginum. Engin neysluvara hafði áður valdið slíkum heimsfaraldri og í árslok höfðu selst 64 milljónir para af nælonsokkum.

Nýtilegra en ætla mætti

Framleiðsla á nælonþræði varð til mikillar framþróunar í textíliðnaði en auk þess að vera vinsæll í sokka var þráðurinn m.a. nýttur í gólfteppi, ferðatöskur og í tvinna sem læknar notuðu til að sauma saman opin sár. Nokkrum árum síðar hófst þó seinni heimsstyrjöldin og öll nælonframleiðsla fór frá því að vera tileinkuð fótleggjum kvenna yfir í að framleiða fallhlífar, ýmiss konar reipi, dekkjagerð, flugnanet, hengirúm og þar fram eftir götunum.

Krúsir fljótandi silkisokka

Nælonsokkarnir voru því á undanhaldi en miklir unnendur þeirra dóu ekki ráðalausir heldur buðu fyrirtæki á borð við Max Factor og L'Oreal upp á það sem kallaðist „Fljótandi silkisokkar“ eða „Liquid silk stockings“, auk þess sem margar konur teiknuðu lóðrétt strik aftan á kálfana til þess að það liti út fyrir að þær væru í sokkum. Strikið var nefnilega stór þáttur í sokkunum en á þessum tíma var mikil handavinna fólgin í framleiðsluferli þeirra.

Vélar voru notaðar til þess að prjóna til flatt stykki sem hægt var að móta þar sem upprunalega teygðist nælonefnið ekki. Hefðbundnir sokkar voru því prjónaðir flatir, með fótlaga sniði í tveimur hlutum sem voru svo handsaumaðir með fínum saum á aftanverðum sokknum. Hann var því næst settur á gervifót og gufaður og stundum saumuð bómull á sólann til þægindaauka. Vegna þess að þeir teygðust ekki voru þeir framleiddir í mismunandi stærðum og ekki allar konur svo heppnar að fá á sig rétta stærð. Það var ekki fyrr en seint á fimmta áratugnum sem teygjanlegra efni var fundið upp, lycra, sem getur teygst allt að sjöfalda lengd sína án þess að slitna og endurheimt lögun sína í kjölfarið. Þegar þessu teygjanlega efni var blandað við nælonið má nærri geta að sokkabuxur hafi tvíeflst í vinsældum.

ungfrú nútímans
að njóta lífsins. Mynd / Morano Matkovic
Frá stríði til friðar?

Eftir stríðið, í ágúst 1945 tilkynnti einn helsti nælonsokkaframleiðandi Bandaríkjanna, DuPont, að áætlað væri að sokkarnir kæmust aftur á á markað fyrir jólin. Takmörkuð sala á nælonsokkum fór þó fram í september sama ár og olli miklu uppþoti meðal kvenna sem stóðu í

röðum til þess að verða sér úti um par. Ein lengsta röðin var í borg einni í Bandaríkjunum þar sem 40.000 konur slógust um 10.000 sokkapör. Segir í frétt dagblaðsins Pittsburgh Press frá árinu 1946: „Þann 12. júní síðastliðinn stóðu meira en 40.000 konur í Pittsburgh í röð fyrir utan sokkavöruverslun í East Liberty hverfinu, staðráðnar í að kaupa eitthvað af þeim 10.000 pörum nælonsokka sem verslunin hafði upp á að bjóða. Þótt biðin næði fram á nótt stóðust þessar konur allar áskoranir sem urðu á vegi þeirra, hvort sem var um úrhellisrigningu að ræða eða karlahópar sem hæddu konurnar. Þær skutu á móti, fengu lögreglumenn í lið með sér og einstaka hótuðu að drepa hvern þann karl sem truflaði.“

Einnig er sagt frá því að þó konurnar hafi staðið sem fastast í nælonsokkaröðinni og úthúðað aðkomumönnum hafi slagsmál átt sér stað innan hópsins. Var þeim lýst sem „gamaldags hártogandi og andlitsklórandi slagsmálum“ sem lauk ekki fyrr en dömurnar voru dregnar í sundur af lögreglu. Ekkert gat þó komið í veg fyrir ásetning þeirra – að verða nælonsokkaeigandi – ekki fyrr en búðinni var lokað, um miðnætti. Þessum viðburði var gefið nafn og þekktur í sögunni sem „The Nylon Riots“ í Pittsburgh.

Í dag er framleiðsla á næloni um það bil 12% af öllum gervitrefjum og því kannski ekki lengur arðbærasta varan - en það er enn ein mikilvægasta uppfinningin.

Nælon var m.a. notað í fallhlífar stríðsáranna. Mynd / Wikipedia

Skylt efni: Nælon

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...