Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Mynd / aðsend
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýorðinn 94 ára gamall. 

Bókin heitir Hvammur og fjallar kveðskapurinn um atburði í lífi Ásmundar Magnúsar, sem er yfirleitt kallaður Magnús. Hann kemur inn á von og þrá, ást og trú, fjölskyldu, samferðamenn og atburði líðandi stundar og liðinna tíma. Hann fæddist 14. febrúar árið 1931 og ólst upp á Hvammi í Dýrafirði, ásamt þrettán öðrum systkinum. Í ljóðunum leitar hugur Magnúsar til Vestfjarða og birtast gjarnan í þeim myndir úr íslenskri náttúru.

Útgefandi bókarinnar er Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar Magnúsar. Hún segist hafa átt frumkvæðið að því að koma kveðskap föður síns á prent. „Þetta var á sneplum hér og þar um alla íbúð og okkur langaði til að setja þetta saman í fallega ljóðabók.“ Hún segir hann hafa ort með ólíkum en hefðbundnum bragarháttum alla sína tíð.

Frá unga aldri tók Magnús þátt í bústörfum og sjómennsku og á unglingsárum starfaði hann í vegavinnu, á snurvoðarbát og við síldveiðar. Hann lærði málmiðn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskóla Íslands árið 1957. Eftir útskrift vann hann sem vélstjóri á fjölmörgum skipum og sigldi með fisk til New York. Hann tók einnig þátt í að sækja skip til Noregs og Hollands til að fylgjast með niðursetningu og frágangi á vélbúnaði. Árið 1969 hóf hann störf hjá ÍSAL í Straumsvík, þar sem hann starfaði við viðhald og eftirlit í meira en 30 ár.

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...