Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Mynd / aðsend
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýorðinn 94 ára gamall. 

Bókin heitir Hvammur og fjallar kveðskapurinn um atburði í lífi Ásmundar Magnúsar, sem er yfirleitt kallaður Magnús. Hann kemur inn á von og þrá, ást og trú, fjölskyldu, samferðamenn og atburði líðandi stundar og liðinna tíma. Hann fæddist 14. febrúar árið 1931 og ólst upp á Hvammi í Dýrafirði, ásamt þrettán öðrum systkinum. Í ljóðunum leitar hugur Magnúsar til Vestfjarða og birtast gjarnan í þeim myndir úr íslenskri náttúru.

Útgefandi bókarinnar er Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar Magnúsar. Hún segist hafa átt frumkvæðið að því að koma kveðskap föður síns á prent. „Þetta var á sneplum hér og þar um alla íbúð og okkur langaði til að setja þetta saman í fallega ljóðabók.“ Hún segir hann hafa ort með ólíkum en hefðbundnum bragarháttum alla sína tíð.

Frá unga aldri tók Magnús þátt í bústörfum og sjómennsku og á unglingsárum starfaði hann í vegavinnu, á snurvoðarbát og við síldveiðar. Hann lærði málmiðn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskóla Íslands árið 1957. Eftir útskrift vann hann sem vélstjóri á fjölmörgum skipum og sigldi með fisk til New York. Hann tók einnig þátt í að sækja skip til Noregs og Hollands til að fylgjast með niðursetningu og frágangi á vélbúnaði. Árið 1969 hóf hann störf hjá ÍSAL í Straumsvík, þar sem hann starfaði við viðhald og eftirlit í meira en 30 ár.

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...