Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Mynd / aðsend
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýorðinn 94 ára gamall. 

Bókin heitir Hvammur og fjallar kveðskapurinn um atburði í lífi Ásmundar Magnúsar, sem er yfirleitt kallaður Magnús. Hann kemur inn á von og þrá, ást og trú, fjölskyldu, samferðamenn og atburði líðandi stundar og liðinna tíma. Hann fæddist 14. febrúar árið 1931 og ólst upp á Hvammi í Dýrafirði, ásamt þrettán öðrum systkinum. Í ljóðunum leitar hugur Magnúsar til Vestfjarða og birtast gjarnan í þeim myndir úr íslenskri náttúru.

Útgefandi bókarinnar er Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar Magnúsar. Hún segist hafa átt frumkvæðið að því að koma kveðskap föður síns á prent. „Þetta var á sneplum hér og þar um alla íbúð og okkur langaði til að setja þetta saman í fallega ljóðabók.“ Hún segir hann hafa ort með ólíkum en hefðbundnum bragarháttum alla sína tíð.

Frá unga aldri tók Magnús þátt í bústörfum og sjómennsku og á unglingsárum starfaði hann í vegavinnu, á snurvoðarbát og við síldveiðar. Hann lærði málmiðn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskóla Íslands árið 1957. Eftir útskrift vann hann sem vélstjóri á fjölmörgum skipum og sigldi með fisk til New York. Hann tók einnig þátt í að sækja skip til Noregs og Hollands til að fylgjast með niðursetningu og frágangi á vélbúnaði. Árið 1969 hóf hann störf hjá ÍSAL í Straumsvík, þar sem hann starfaði við viðhald og eftirlit í meira en 30 ár.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...