Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Saurbær
Bóndinn 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið: Við kaupum býli og rekstur árið 2014 af föður Heiðrúnar, Eymundi Þórarinssyni, og tókum við bæði hrossa- og nautgriparækt sem við höfum haldið áfram með. Saurbær hefur verið í fjölskyldu Heiðrúnar síðan fyrir aldamót 1900 og er Heiðrún 5. ættliður sem tekur við.

Býli: Saurbær.

Staðsett í sveit: Fyrrum Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.

Ábúendur: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Pétur Örn Sveinsson.

Fjölskyldustærð: Við hjónin, Árdís Hekla, 5 ára og Halldóra, Sól 2 ára. Hundurinn Lýra og kisurnar Snotra og Rósa.

Fjölskyldan á Saurbæ.

Stærð jarðar: Tæpir 250 hektarar, þar af 47 hektarar ræktað land.

Gerð bús: Hrossarækt og nautgriparækt. Hryssur og unghross í hagagöngu og uppeldi. Tökum hross í tamningu, þjálfun og sinnum reiðkennslu. Erum með íbúð í leigu fyrir ferðaþjónustu.

Fjöldi búfjár: Hrossin okkar eru ca 60. Rúmlega 20 holdakýr, tæplega 20 naut í uppeldi. 10 kindur.

Nautið Aladín, undan Draumi við störf í sumar.

Hefðbundinn vinnudagur: Hann getur oft verið óhefðbundinn! En svona venjulega þá er gefið í hesthúsinu milli 7-7:30. Svo er morgunmatur og annað okkar keyrir dæturnar í leikskóla í Varmahlíð. Svo hefst vinnan í hesthúsinu við að þjálfa hestana og öllu sem því tilheyrir.

Hirt er um naut og kýr í fjósinu kvölds og morgna. Útigangi gefið, lagað það sem þarf að laga. Reiðkennslu sinnt og íbúðin græjuð ef það á við. Dagurinn getur annars verið mismunandi milli árstíða.

Pétur Örn og Hlekkur frá Saurbæ á Landsmóti í sumar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Skemmtilegast er að þjálfa góða hesta, taka á móti heilbrigðu ungviði og heyskapur í góðu veðri og allt virkar. Það er allt skemmtilegt þegar það gengur vel. Leiðinlegast eru veikindi og bilanir af öllu tagi.

Búskapurinn eftir 5 ár: Ná betri árangri í því sem við erum að gera og frekari uppbygging eigi sér stað á bænum.

Tveir rúmlega þrítugir teknir til kostanna.

Ísskápurinn: Mjólk, ostur, smjör.

Vinsælasti maturinn á heimilinu: Nautalund með öllu tilheyrandi, úr eigin ræktun að sjálfsögðu, hjá okkur fullorðna fólkinu, en hjá dætrunum er það sjálfsagt grjónagrautur og slátur.

Eftirminnilegasta atvikið: Það eru mörg eftirminnileg atvik sem koma upp hugann.

Ef við nefnum frá síðasta ári, þá komst hestur frá okkur, hann Hlekkur frá Saurbæ, í úrslit í feiknasterkum A-flokki á Landsmóti, en Pétur sýndi hestinn og hefur þjálfað og byggt hann upp. Einnig áttum við 8. þyngsta nautið yfir landið í fyrra.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f