Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Litli Háls
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 9. janúar 2020

Litli Háls

Jörðin Litli Háls var á árum áður í eigu afa Hannesar Gísla Ingólfssonar, lagðist síðar í eyði en var nytjuð af Stóra Hálsi. Hannes býr nú á Litla Hálsi með Grétu Björg Erlendsdóttur.

„Við hjónin (borgarbörnin) keypum jörðina í ágúst 2003 en ekkert íbúðar­hús var á jörðinni þannig að við byggðum okkur heilsárs íbúðarhús árið 2006 og ætluðum að vera með annan fótinn hér á Litla Hálsi og hinn í Kópavogi. En ekki leið á löngu að við fluttum alveg í sveitina.

Byrjuðum með hesta og nokkrar hænur. Síðan komu nokkrar rollur, höfum ræktað upp ný tún og gert reiðvegi inn á landinu.

Hér á Litla Hálsi er yndislegt að vera og barnabörnunum finnst gott að koma og taka þátt í bústörfunum,“ segir Gréta Björg.

Býli: Bærinn okkar heitir Litli Háls. 

Staðsett í sveit: Bærinn okkar er  norðanmegin Ingólfsfjalls og nær upp í Inghól í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Ábúendur: Hannes Gísli Ingólfsson og Gréta Björg Erlendsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Erum tvö í kotinu með einn kött, hana Essasú 10 ára, og tvo ástralska fjárhunda,  Bláaloga (Loga) 9 ára og Bjarnarkló (Kló)12 ára.

Stærð jarðar?  Jörðin er nálægt 700 hektarar.

Gerð bús? Hross og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 40 hestar, nokkrar kindur og íslenskar landnámshænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur er að fóðra dýrin og annað eftir þörfum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bú­störfin? Skemmtilegast er að taka á móti ungviðum sem fæðast en leiðinlegast er að reyna að heyja í vætutíð.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Hann verður með svipuðu sniði næstu árin.

Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Við erum bara með sýnishorn af búskap þannig að við látum stærri og fróðari bændur um félags­málin.

Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Ekki gott að segja en vonandi verður bjartara yfir landbúnaðinum.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Íslenska lambakjötið, ef rétt er á málum haldið.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum finnst alltaf  smjör, ostur, rabarbarasulta og auðvitað egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið frá Litla Hálsi.

Eftirminnilegasta atvikið við bú­störfin? Við fengum heimalning og tíkin Kló tók hann undir sinn verndarvæng og hafði hann í bælinu hjá sér.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...